Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
óréttlætis og svívirðinga frá æskuár-
unum, hugsaði með glóandi gremju
til þess er rússnesku skæruliðarnir
tóku hann höndum og smánarinnar
að vera dæmdur til dauða af hálf-
mönnum sem foringinn ætlaði að láta
útrýma. Aðeins hið stutta tímabil sem
hann var í þjónustu foringjans og
hætti fyrir hann lífi sínu var sem sól-
skinsblettur á ævi hans. En í nótt
hafði hann mátt hlusta á unga herfor-
ingja hlæja að þeirri hugsjón hans að
hefja að nýju styrjöld til að hefna lið-
ins ófarnaðar. Þeir höfðu undarlegar
hugmyndir sumir þessara ungu her-
manna, það var ekki tilgangur þeirra
með hervæðingu að heyja styrjöld,
þeir vildu leika einhverskonar refskák
í skugga vopnanna. Þeir minntu hann
á skólaskáldin sem ortu allt öðruvísi
en þangaðtil hafði verið gert. Hann
var enn á eftir tímanum, einmana og
fyrirlitinn.
Hann setur harkalega frá sér hálf-
fullt rauðvínsglasið, fer inn á einka-
skrifstofu sína og tekur að ganga um
gólf. Hann getur ekki slitið hugann
frá því sem honum er mótdrægt og
hann veit að hann muni aldrei sigrast
á hamingjuleysi lífs síns. Til hvers var
þá að vera að lifa því lengur?
En allt í einu laust því eins og eld-
ingu niður í huga hans að hann héldi
örlagaþráðunum í hendi sér og nú
skyldi hann einusinni ráða.
Ritari hans er ekki kominn. Hann
rennir bréfsefni í ritvélina, vélritar
sjálfur skipun sína og undirskrifar
hana. Svo gengur hann fram að dyr
unum en snýr við og tekur símskeyti
sem liggur á borðinu. Það kom í gær
og var um eitthvert ómerkilegt efni,
en það gaf skipun hans áherzlu að
hann héldi á símskeyti í hendinni. 011-
um mundi skiljast að hann hefði feng-
ið það nú og gefið fyrirskipun sína
samkvæmt því. Svo ók hann hratt til
eldflaugastöðvarinnar.
Eftir örfáar mínútur klauf hið geig-
vænlega kjarnorkuflugskeyti loftið í
austurátt og hitti mark sitt í borginni
Moskvu í hinu forna fjandmanna-
landi. Eyðileggingin var ógurleg og
tugþúsundir manna dauðar.
Og það stóð ekki á svarinu. Flug-
skeytin streymdu að austan vestur til
Evrópu, yfir til Englands og alla leið
til Ameríku og flugvélar vörpuðu
kjarnorkusprengjum á herstöðvar
Bandaríkjanna í Evrópu. Og vestur-
veldin létu ekki sitt eftir liggja. Hver
einasta herstöð, sem þess var umkom-
in, lét lausar sínar djöfullegu vígvélar
með mestu nákvæmni á borgir Rúss-
lands og austurevrópulandanna.
Það var svona sem það byrjaði, og
206