Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR bandarísku herstöðva og vígbúnaðar- kapphlaupsins, jafnvel á friðartím- um, hvað þá stríðstímum. Og samt mun það algjör undantekning ef á þessi mál er minnzt í umræðum al- mennings hér á landi, jafnvel þegar beztu synir mannkynsins, eins og til dæmis Albert Schweitzer, rísa upp til að hrópa út yfir jörðina viðvörunar- orð sín um þau. Umræðuefni íslenzks almennings eru Nína og Friðrik og Sveinn Ásgeirsson. Enda þegja flest stærstu blöð okkar þunnu hljóði um kjarnorkuógnirnar. Og jafnvel á sjálfu alþingi hverfa þær í skuggann af minknum. Já, alþingismenn okkar; er nokkur furða þó hugur manns hvarfli aftur og aftur að þessu merkilega rannsókn- arefni. Mestu vísindamenn þjóðanna senda frá sér hverja álitsgerðina af annarri þar sem sýnt er fram á, að ef haldið verði áfram tilraunum með kjarnorkuvopn kunni geislunar- áhrif að raska svo erfðaeiginleikum mannkynsins, að konur fari að ala ófreskjur í staðinn fyrir börn. Ganga þá ekki alþingismenn okkar í einni fylkingu fram fyrir skjöldu til að mótmæla slíkri himinhrópandi glæpa- starfsemi gegn lífinu á jörðinni og krefjast þess í nafni hinnar margróm- uðu íslenzku menningarþjóðar að til- raunum með kjarnorkuvopn verði hætt? Nei. Það er haldinn fundur um veg fyrir austan í efri deild og brú fyrir norðan í neðri deild. og síðan farið í kaffi. Það herast fregnir um að flugvélar úr þeim her sem hefur bækistöðvar í landi okkar séu glopr- andi úr sér vetnissprengjum út um hvippinn og hvappinn og engin trygg- ing fyrir því að næsta slys af þessu tæi verði ekki hér um slóðir með þeim afleiðingum að vetnisbálið brenni ís- lendinga burt úr tölu lifandi þjóða, — og alþingismenn okkar semja nýtt frumvarp um minkadráp. Nei, þetta óskaplega sinnuleysi get- ur varla stafað af öðru en því að al- þingismenn okkar viti ekkert í sinn haus um alvöru málanna. Ég vil að minnsta kosti ekki trúa því um svo mæta menn að þeir séu á sama and- lega stiginu eins og sú tegund her- námsidjóta sem spyrja mann stundum hvort maður sé virkilega hræddur við vetnissprengjuna, og þegar maður svarar því játandi, þá glotta þeir við tönn eins og Skarphéðinn í brenn- unni og segjast nú ekki aldeilis vera bræddir við vetnissprengjuna, enda hafi slíkt litla þýðingu, ef það eigi á annað borð fyrir okkur að liggja að brenna í atómeldi, þá hafi litla þýð- ingu að vera hræddur, við séum dauð- ans matur hvorl sem er. Þetta viðhorf á víst að sýna eitthvert sérstakt hug- rekki, enda eru umræddir menn að jafnaði mjög drjúgir með sig. En ef þetta er hugrekki, þá má vissulega benda á marga aðra sem eru jafnvel ennþá hugrakkari en þess- ir menn. Samkvæmt skvrslum Bún- 212
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.