Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
bandarísku herstöðva og vígbúnaðar-
kapphlaupsins, jafnvel á friðartím-
um, hvað þá stríðstímum. Og samt
mun það algjör undantekning ef á
þessi mál er minnzt í umræðum al-
mennings hér á landi, jafnvel þegar
beztu synir mannkynsins, eins og til
dæmis Albert Schweitzer, rísa upp til
að hrópa út yfir jörðina viðvörunar-
orð sín um þau. Umræðuefni íslenzks
almennings eru Nína og Friðrik og
Sveinn Ásgeirsson. Enda þegja flest
stærstu blöð okkar þunnu hljóði um
kjarnorkuógnirnar. Og jafnvel á sjálfu
alþingi hverfa þær í skuggann af
minknum.
Já, alþingismenn okkar; er nokkur
furða þó hugur manns hvarfli aftur
og aftur að þessu merkilega rannsókn-
arefni. Mestu vísindamenn þjóðanna
senda frá sér hverja álitsgerðina af
annarri þar sem sýnt er fram á,
að ef haldið verði áfram tilraunum
með kjarnorkuvopn kunni geislunar-
áhrif að raska svo erfðaeiginleikum
mannkynsins, að konur fari að ala
ófreskjur í staðinn fyrir börn. Ganga
þá ekki alþingismenn okkar í einni
fylkingu fram fyrir skjöldu til að
mótmæla slíkri himinhrópandi glæpa-
starfsemi gegn lífinu á jörðinni og
krefjast þess í nafni hinnar margróm-
uðu íslenzku menningarþjóðar að til-
raunum með kjarnorkuvopn verði
hætt? Nei. Það er haldinn fundur um
veg fyrir austan í efri deild og brú
fyrir norðan í neðri deild. og síðan
farið í kaffi. Það herast fregnir um
að flugvélar úr þeim her sem hefur
bækistöðvar í landi okkar séu glopr-
andi úr sér vetnissprengjum út um
hvippinn og hvappinn og engin trygg-
ing fyrir því að næsta slys af þessu
tæi verði ekki hér um slóðir með þeim
afleiðingum að vetnisbálið brenni ís-
lendinga burt úr tölu lifandi þjóða,
— og alþingismenn okkar semja nýtt
frumvarp um minkadráp.
Nei, þetta óskaplega sinnuleysi get-
ur varla stafað af öðru en því að al-
þingismenn okkar viti ekkert í sinn
haus um alvöru málanna. Ég vil að
minnsta kosti ekki trúa því um svo
mæta menn að þeir séu á sama and-
lega stiginu eins og sú tegund her-
námsidjóta sem spyrja mann stundum
hvort maður sé virkilega hræddur við
vetnissprengjuna, og þegar maður
svarar því játandi, þá glotta þeir við
tönn eins og Skarphéðinn í brenn-
unni og segjast nú ekki aldeilis vera
bræddir við vetnissprengjuna, enda
hafi slíkt litla þýðingu, ef það eigi á
annað borð fyrir okkur að liggja að
brenna í atómeldi, þá hafi litla þýð-
ingu að vera hræddur, við séum dauð-
ans matur hvorl sem er. Þetta viðhorf
á víst að sýna eitthvert sérstakt hug-
rekki, enda eru umræddir menn að
jafnaði mjög drjúgir með sig.
En ef þetta er hugrekki, þá má
vissulega benda á marga aðra sem
eru jafnvel ennþá hugrakkari en þess-
ir menn. Samkvæmt skvrslum Bún-
212