Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 40
TIMARIT MALS OG MENNINGAR Ég hef að undanförnu hugsað tals- vert um það hvað siðferðisviðhorf manna getur verið hverfult, hve mikl- ar breytingar geta orðið á því þegar buddan kemur til sögunnar. Og í þessu sambandi hefur mér einkum orðið hugsað til ýmissa gamalla skólabræðra minna sem nú eru orðn- ir virðulegar persónur í heimi borg- arastéttarinnar. Mikið asskoti voru þeir nú róttækir í dentíð. Einn þeirra var jafnvel svo róttækur, að þegar hann fór á dansleik og bauð upp fallegri stúlku, þá var hann ekkert að hugsa um að taka nú vel utan um hana, né heldur að reyna með lagi að vanga hana, eins og þá var þó mikili siður, heldur sneri hann sér beint að efninu og spurði: „Eruð þér bolsé- vik?“ Og þar sem daman svaraði þessu að jafnaði neitandi, þá notaði hann það sem eftir var af dansinum til að útlista fyrir henni marxism- ann. Hann var ógurlegur aðdáandi Kilj- ans og keypti sér, fyrir metnaðar sakir en af litlum efnum, tvö—þrjú eintök af hverri bók eftir hann, enda var hann óspar á að lána þau vinum sínum og kunningjuin, þeim til auk- ins þroska. Og sá var nú ekki billegur þegar talið barst að spilltu líferni borgaranna, tildrinu og hégóma- skapnum, þá skutu augu hans gneist- um fordæmingar. Svo liðu árin. Þessi skólabróðir minn kvæntist laglegri stúlku af ríku foreldri, og skömmu seinna frétti ég að hann hefði selt allan sinn Kiljan, þar á meðal tvö eintök af Sjálfstæðu fólki, og keypt sér silfurmuni fyrir andvirðið. Og nú fyrir nokkru var mér sagt að hann hefði setið í dýrð- legu samkvæmi og sagt frá því með miklu stolti að hann væri kominn í bridge-klúbb með nokkrum merkum mönnum úr þeirri stétt sem hann for- dæmdi fyrrum af heilagri vandlæt- ingu fyrir tildur hennar og hégóma- skap, þar á meðal einum sem nýskeð hafði reist sér svo fullkomna lúxus- villu að sagt var að hann hefði orðið að panta heimilistækjasérfræðing frá útlöndum og hafa hann á heimilinu vikum saman til að kenna vinnukon- unum á eldhúsinnréttinguna. Ég nefni þetta dæmi m. a. vegna þess að mér finnst hin dapurlegu ör- lög þessa skólabróður míns mættu verða öðrum ungum mönnum víti til varnaðar. Það er sem sé ekki nóg að vera róttækur á böllum. Hitt varðar þó meiru að táknræn merking þessa dæmis er því miður ekki einskorðuð við fáeina einstaklinga. heldur hafa bókstaflega heilir stjórnmálaflokkar mátt sæta þessum sömu örlögum, að hefja göngu sína undir glæstu merki djarfrar verkalýðsbaráttu og sósíal- isma, en enda með því að leggjast flatir á plussteppi borgaralegs hé- gómaskapar. Um þetta höfum við nærtæk dæmi. En við skulum ekki gleyma því, að sú braut sem t. d. for- 214
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.