Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 40
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
Ég hef að undanförnu hugsað tals-
vert um það hvað siðferðisviðhorf
manna getur verið hverfult, hve mikl-
ar breytingar geta orðið á því þegar
buddan kemur til sögunnar. Og í
þessu sambandi hefur mér einkum
orðið hugsað til ýmissa gamalla
skólabræðra minna sem nú eru orðn-
ir virðulegar persónur í heimi borg-
arastéttarinnar. Mikið asskoti voru
þeir nú róttækir í dentíð. Einn þeirra
var jafnvel svo róttækur, að þegar
hann fór á dansleik og bauð upp
fallegri stúlku, þá var hann ekkert að
hugsa um að taka nú vel utan um
hana, né heldur að reyna með lagi að
vanga hana, eins og þá var þó mikili
siður, heldur sneri hann sér beint að
efninu og spurði: „Eruð þér bolsé-
vik?“ Og þar sem daman svaraði
þessu að jafnaði neitandi, þá notaði
hann það sem eftir var af dansinum
til að útlista fyrir henni marxism-
ann.
Hann var ógurlegur aðdáandi Kilj-
ans og keypti sér, fyrir metnaðar
sakir en af litlum efnum, tvö—þrjú
eintök af hverri bók eftir hann, enda
var hann óspar á að lána þau vinum
sínum og kunningjuin, þeim til auk-
ins þroska. Og sá var nú ekki billegur
þegar talið barst að spilltu líferni
borgaranna, tildrinu og hégóma-
skapnum, þá skutu augu hans gneist-
um fordæmingar.
Svo liðu árin. Þessi skólabróðir
minn kvæntist laglegri stúlku af ríku
foreldri, og skömmu seinna frétti ég
að hann hefði selt allan sinn Kiljan,
þar á meðal tvö eintök af Sjálfstæðu
fólki, og keypt sér silfurmuni fyrir
andvirðið. Og nú fyrir nokkru var
mér sagt að hann hefði setið í dýrð-
legu samkvæmi og sagt frá því með
miklu stolti að hann væri kominn í
bridge-klúbb með nokkrum merkum
mönnum úr þeirri stétt sem hann for-
dæmdi fyrrum af heilagri vandlæt-
ingu fyrir tildur hennar og hégóma-
skap, þar á meðal einum sem nýskeð
hafði reist sér svo fullkomna lúxus-
villu að sagt var að hann hefði orðið
að panta heimilistækjasérfræðing frá
útlöndum og hafa hann á heimilinu
vikum saman til að kenna vinnukon-
unum á eldhúsinnréttinguna.
Ég nefni þetta dæmi m. a. vegna
þess að mér finnst hin dapurlegu ör-
lög þessa skólabróður míns mættu
verða öðrum ungum mönnum víti til
varnaðar. Það er sem sé ekki nóg að
vera róttækur á böllum. Hitt varðar
þó meiru að táknræn merking þessa
dæmis er því miður ekki einskorðuð
við fáeina einstaklinga. heldur hafa
bókstaflega heilir stjórnmálaflokkar
mátt sæta þessum sömu örlögum, að
hefja göngu sína undir glæstu merki
djarfrar verkalýðsbaráttu og sósíal-
isma, en enda með því að leggjast
flatir á plussteppi borgaralegs hé-
gómaskapar. Um þetta höfum við
nærtæk dæmi. En við skulum ekki
gleyma því, að sú braut sem t. d. for-
214