Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
manndóm og dáðleysi hafði sem sé
ekkert gildi lengur í augum handlang-
arans. Eða réttara sagt: þar hafði allt
snúizt við. Hann var löngu hættur að
skanmiast sín fyrir sinn eigin vesal-
dóm og dáðleysi. En það leiðir auð-
vitað af sjálfu sér, að sá sem hættir
að skammast sín fyrir dáðleysi, fyrir
skort á manndómi, hann hættir að
bera virðingu fyrir öllum sönnum
manndómi. Og þessi áttavilla endar
auðvitað með því, að í augum við-
komanda verður dáðleysið dyggð, en
allur sannur manndómur verður fá-
ránlegt fyrirbæri, einskonar sveita-
mennska í óvirðulegustu merkingu
orðsins.
Og ef þetta væri nú aðeins eitt ein-
stakt dæmi, undantekning frá ríkj-
andi reglu, þá væri auðvitað engi.n
ástæða til að hafa áhyggjur af þessu.
En því miður, þetta er ekki undan-
tekning. Ég leyfi mér að fullyrða, að
þessi hugsunarháttur sé orðinn ríkj-
andi hjá stórum hluta íslenzkrar
æsku, og hjá stórum hluta þjóðarinn-
ar í heild. Þetta er í sem stytztu máli
uppskera íslendinga eftir 17 ára
bandaríska hersetu.
Og afleiðingarnar segja nógu
harkalega til sín. Sumir eru að furða
sig á því að Sjálfstæðisflokkurinn,
eini yfirlýsti hernámsflokkurinn, skuli
svo mjög sem raun ber vitni hafa
aukið fylgi sitt í tvennum síðustu
kosningum, og þeim mun meir sem
kjördæmin hafa legið nær Keflavíkur-
flugvelli. En þetta er sem sagt ekkert
undrunarefni. Þetta er í fullu sam-
ræmi við ríkjandi siðferðislögmál.
Þeim mun nær sem dregur Keflavík-
urflugvelli, þeim mun meiri eru áhrif
þeirrar öfughyggju sem afneitar sönn-
um manndómi en státar af dáðleysi
sem dyggð. Já, það er hart að þurfa
að segja það, en Islendingar eru að
stórum hluta orðnir svo siðferðilega
lamaðir, að þeir líta á hernámið sem
hina einu tryggingu lífsafkomu sinn-
ar, geta bókstaflega ekki hugsað sér
aðra framtíð en þá sem tengd er tekj-
um, beint eða óbeint, af hernaðartil-
standi Bandaríkjamanna á Keflavík-
urflugvelli og víðar. Þetta er sem sé
sami hugsunarháttur og lýsti sér í
frægu skeyti sem einn kaupfélags-
stjóri úti á landi sendi fulltrúa sínum
í ríkisstjórn á stríðsárunum. Honum
hafði gengið illa með verzlunina um
langt árabil og meðal annars var sagt
að fyrirtækið hefði legið uppi með
einhver ósköp af gömlum brjóstsykri,
— þrjú skippund sögðu sumir, því að
á þeim slóðum mældu menn þunga í
skippundum, — en svo kom her í
plássið og verzlunin fór að ganga vel,
og meira að segja sá gamli brjóstsyk-
ur seldist upp á skömmum tíma, öll
þrjú skippundin, eins og þau lögðu
sig, og þá fór kaupfélagsstjórinn að
láta sig dreyma um enn meiri dýrð,
ennþá líflegri brjóstsykursölu, og
sendi ráðherra sínum í stjórninni svo-
hljóðandi skeyti, stutt og laggott:
216