Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR manndóm og dáðleysi hafði sem sé ekkert gildi lengur í augum handlang- arans. Eða réttara sagt: þar hafði allt snúizt við. Hann var löngu hættur að skanmiast sín fyrir sinn eigin vesal- dóm og dáðleysi. En það leiðir auð- vitað af sjálfu sér, að sá sem hættir að skammast sín fyrir dáðleysi, fyrir skort á manndómi, hann hættir að bera virðingu fyrir öllum sönnum manndómi. Og þessi áttavilla endar auðvitað með því, að í augum við- komanda verður dáðleysið dyggð, en allur sannur manndómur verður fá- ránlegt fyrirbæri, einskonar sveita- mennska í óvirðulegustu merkingu orðsins. Og ef þetta væri nú aðeins eitt ein- stakt dæmi, undantekning frá ríkj- andi reglu, þá væri auðvitað engi.n ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. En því miður, þetta er ekki undan- tekning. Ég leyfi mér að fullyrða, að þessi hugsunarháttur sé orðinn ríkj- andi hjá stórum hluta íslenzkrar æsku, og hjá stórum hluta þjóðarinn- ar í heild. Þetta er í sem stytztu máli uppskera íslendinga eftir 17 ára bandaríska hersetu. Og afleiðingarnar segja nógu harkalega til sín. Sumir eru að furða sig á því að Sjálfstæðisflokkurinn, eini yfirlýsti hernámsflokkurinn, skuli svo mjög sem raun ber vitni hafa aukið fylgi sitt í tvennum síðustu kosningum, og þeim mun meir sem kjördæmin hafa legið nær Keflavíkur- flugvelli. En þetta er sem sagt ekkert undrunarefni. Þetta er í fullu sam- ræmi við ríkjandi siðferðislögmál. Þeim mun nær sem dregur Keflavík- urflugvelli, þeim mun meiri eru áhrif þeirrar öfughyggju sem afneitar sönn- um manndómi en státar af dáðleysi sem dyggð. Já, það er hart að þurfa að segja það, en Islendingar eru að stórum hluta orðnir svo siðferðilega lamaðir, að þeir líta á hernámið sem hina einu tryggingu lífsafkomu sinn- ar, geta bókstaflega ekki hugsað sér aðra framtíð en þá sem tengd er tekj- um, beint eða óbeint, af hernaðartil- standi Bandaríkjamanna á Keflavík- urflugvelli og víðar. Þetta er sem sé sami hugsunarháttur og lýsti sér í frægu skeyti sem einn kaupfélags- stjóri úti á landi sendi fulltrúa sínum í ríkisstjórn á stríðsárunum. Honum hafði gengið illa með verzlunina um langt árabil og meðal annars var sagt að fyrirtækið hefði legið uppi með einhver ósköp af gömlum brjóstsykri, — þrjú skippund sögðu sumir, því að á þeim slóðum mældu menn þunga í skippundum, — en svo kom her í plássið og verzlunin fór að ganga vel, og meira að segja sá gamli brjóstsyk- ur seldist upp á skömmum tíma, öll þrjú skippundin, eins og þau lögðu sig, og þá fór kaupfélagsstjórinn að láta sig dreyma um enn meiri dýrð, ennþá líflegri brjóstsykursölu, og sendi ráðherra sínum í stjórninni svo- hljóðandi skeyti, stutt og laggott: 216
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.