Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 44
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
og fjárfúlgurnar til auðstéttarinnar,
þeim sjóði sem bandaríski imperial-
isminn hefur ætlað til að kaupa ís-
land. Og í þessu tel ég fólgna eina
stærstu veiluna í pólitísku fari her-
námsandstæðinga síðustu árin. Það er
nefnilega hægt að selja land fyrir
fleira en peninga. Það er líka hægt að
selja það fyrir atkvæði.
Því er auðvitað haldið fram að
þetta séu pólitísk hyggindi, þetta sé
taktík. En mér er sama. 1 mínum aug-
um er þetta tvískinnungur, og ekkert
annað. Flokkar eins og einstaklingar
verða að vera sjálfum sér samkvæmir.
Og ef flokkar hernámsandstæðinga
hefðu verið sjálfum sér samkvæmir í
þessu efni, þá hefðu þeir að mínu áliti
áunnið sér traust margra góðra og
nýtra manna í staðinn fyrir það fylgi
sem þeir hefðu ef til vill misst meðal
handlangara á Keflavíkurflugvelli.
Það er sem sé ekki einu sinni hægt að
kalla þetta taktík. Enda segja mér
kunnugir, að atkvæði þau sem flokk-
ar hernámsandstæðinga eigi á Kefla-
víkurflugvelli séu hverfandi fá, þvert
á móti séu þess mörg dæmi, þrátt fyr-
ir allt sem átti að heita taktík, að
menn steinhættu að kjósa þessa flokka
eftir að þeir voru horfnir inn í hina
mórölsku dáðleysisþoku Keflavíkur-
flugvallar. En atkvæðum slíkra
manna — sérstaklega hinna yngri —
hefði að líkindum verið hægt að
bjarga, mörgum hverjum, ef talsmenn
okkar hefðu forðað þeim frá spillingu
hernámsvinnunnar með því að benda
þeim í tæka tíð á þá smán sem fylgir
henni.
í þessu sambandi er rétt að drepa á
þann málflutning sem gert hefur sín
vart i vaxandi mæli að undanförnu,
einnig á meðal hernámsandstæðinga,
að heppilegast sé að lausn hernáms-
málsins komi hægt og hægt, því að ef
allur handlangarasægurinn kæmi í
einni dembu út í íslenzkt atvinnulíf
mundi það valda voðalegum erfiðleik-
um vegna þess að ekki yrði hægt að
sjá þeim öllum fyrir öðrum störfum
í skjótri svipan. Ég sé þó ekki ástæðu
til að eyða mörgum orðum að þessu
atriði. Og skal ég þó viðurkenna, að
þetta kynni að valda einhverjum erf-
iðleikum. En það væru þá helzt þeir
erfiðleikar sem stöfuðu af því að þess-
ir náungar nenntu ekki lengur að
vinna heiðarlega vinnu. Þeir eru
nefnilega sem betur fer ekki fleiri en
svo, að það mætti með hægu móti
koma þeim öllum fyrir í íslenzku at-
vinnulífi. Og nægir eitt dæmi til að
sýna fram á það: Nú er verið að vand-
ræðast yfir því að á fiskiskipaflotann
vantar um það bil 1000 menn til að
fylla skarðið eftir Færeyingana. Hver
getur þá sagt að það vanti verkefni?
Eða hvað halda menn að Færeying-
arnir hafi verið að gera á fiskiskipa-
flotanum okkar? Halda menn að þeir
hafi verið þar sem túristar, eða hvað?
Nei, þeir hafa verið þar til að taka
troll. draga línu, og slægja þorsk, og
218