Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lægni og tilgerðarleysi, og túlka mál- stað þess gegn ranglætinu af djörfung og karlmennsku. En hér er reyndar um að ræða atriði sem gæti orðið efni í aðra grein, ennþá lengri en þessa. Urslit málsins hljóta þó að ráðast á stjórnmálasviðinu. Og þar hefur því miður verið slælega barizt að undan- förnu. Hernámsandstæðingar hljóta til dæmis að líta þá staðreynd mjög alvarlegum augum, að á þeim missir- um sem liðin eru síðan alþýðubanda- lagsmenn fengu aðild að ríkisstjórn íslands hefur nær alveg verið þagað um hernámsmálið á alþingi. Enda hefur skeytingarleysi almennings um hernámsmálið orðið æ því meira sem lengra hefur liðið á valdatíma þess- arar „vinstri stjórnar". Nú er einsog mér heyrist einhver segja, að sam- starfsflokkar Alþýðubandalagsins hafi svikið í málinu, og því hefði allt brölt með það á alþingi verið þýð- ingarlaust. Sú var þó tíðin að slíkt „brölt“ var ekki talið þýðingarlaust. Og þeim mun fleiri sem svíkja, þeim mun meiri auðvitað þörfin á aðgerð- um þeirra sem ekki svíkja. Eða er það ekki óþörf kurteisi við svikara að gera ekkert til að vekja athygli á að þeir eru svikarar? Auðvitað hefði stöðugt átt að halda málinu vakandi á alþingi, og láta samstarfsflokkana svara til saka. Eða er hægt að fyrir- gefa svik í öðru eins alvörumáli og þessu? Og svo hefur líka verið sagt, að þau eru verst hin þöglu svik . . . Það er sem sé mjög hæpið að þetta hafi verið það sem kjósendur ætluð- ust til af ríkisstjórnarþátttöku Al- þýðubandalagsins. Og væri æskilegt, að fulltrúar þess á alþingi færu að haga sér uieir í samræmi við það sem einlægir hernámsandstæðingar geta sætt sig við. En í sambandi við þetta stjórnar- samstarf vfirleitt vil ég sem sósíalisti og stuðningsmaður Alþýðubanda- lagsins Ijúka máli mínu með þeirri ósk, að þessi samtök láti ekki fara fyrir sér eins og fór fyrir manni ein- um sem hún amma mín sagði mér eitt sinn frá. Maður þessi átti konu sem var orðin gömul og skökk af gigt, en vildi þó alltaf vera á böllum, og lét manninn dansa við sig lon og don, enda höfðu aðrir menn ekki lag á að stíga sporin í samræmi við gigtar- annmarka hennar. Og seinast hafði þetta mótað svo allar hreyfingar mannsins, að jafnvel þó hann væri að dansa við ungar og liprar stúlkur, þá steig hann öll spor eins og hann væri að dansa við sína gömlu, gigtveiku ektakvinnu. í nóvemberlok 1958. 220
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.