Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lægni og tilgerðarleysi, og túlka mál-
stað þess gegn ranglætinu af djörfung
og karlmennsku. En hér er reyndar
um að ræða atriði sem gæti orðið
efni í aðra grein, ennþá lengri en
þessa.
Urslit málsins hljóta þó að ráðast á
stjórnmálasviðinu. Og þar hefur því
miður verið slælega barizt að undan-
förnu. Hernámsandstæðingar hljóta
til dæmis að líta þá staðreynd mjög
alvarlegum augum, að á þeim missir-
um sem liðin eru síðan alþýðubanda-
lagsmenn fengu aðild að ríkisstjórn
íslands hefur nær alveg verið þagað
um hernámsmálið á alþingi. Enda
hefur skeytingarleysi almennings um
hernámsmálið orðið æ því meira sem
lengra hefur liðið á valdatíma þess-
arar „vinstri stjórnar". Nú er einsog
mér heyrist einhver segja, að sam-
starfsflokkar Alþýðubandalagsins
hafi svikið í málinu, og því hefði allt
brölt með það á alþingi verið þýð-
ingarlaust. Sú var þó tíðin að slíkt
„brölt“ var ekki talið þýðingarlaust.
Og þeim mun fleiri sem svíkja, þeim
mun meiri auðvitað þörfin á aðgerð-
um þeirra sem ekki svíkja. Eða er
það ekki óþörf kurteisi við svikara að
gera ekkert til að vekja athygli á að
þeir eru svikarar? Auðvitað hefði
stöðugt átt að halda málinu vakandi
á alþingi, og láta samstarfsflokkana
svara til saka. Eða er hægt að fyrir-
gefa svik í öðru eins alvörumáli og
þessu? Og svo hefur líka verið sagt,
að þau eru verst hin þöglu svik . . .
Það er sem sé mjög hæpið að þetta
hafi verið það sem kjósendur ætluð-
ust til af ríkisstjórnarþátttöku Al-
þýðubandalagsins. Og væri æskilegt,
að fulltrúar þess á alþingi færu að
haga sér uieir í samræmi við það sem
einlægir hernámsandstæðingar geta
sætt sig við.
En í sambandi við þetta stjórnar-
samstarf vfirleitt vil ég sem sósíalisti
og stuðningsmaður Alþýðubanda-
lagsins Ijúka máli mínu með þeirri
ósk, að þessi samtök láti ekki fara
fyrir sér eins og fór fyrir manni ein-
um sem hún amma mín sagði mér eitt
sinn frá. Maður þessi átti konu sem
var orðin gömul og skökk af gigt, en
vildi þó alltaf vera á böllum, og lét
manninn dansa við sig lon og don,
enda höfðu aðrir menn ekki lag á að
stíga sporin í samræmi við gigtar-
annmarka hennar. Og seinast hafði
þetta mótað svo allar hreyfingar
mannsins, að jafnvel þó hann væri að
dansa við ungar og liprar stúlkur, þá
steig hann öll spor eins og hann væri
að dansa við sína gömlu, gigtveiku
ektakvinnu.
í nóvemberlok 1958.
220