Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 49
HALLDÓR KILJAN LAXNESS
Sjö furður Sléttumannalands
SLÉTTUMANNALAND eða Pólínaland
hefur land heitið á íslensku; en á
nítjándu öld upphófust framtakssam-
ir menn sem fóru að kalla það Pól-
land, líklega blaðamenn, því sú stétt
hefur verið einna ötulust að skíra upp
lönd á voru máli — oft af þeirri
ástæðu að þeir vissu ekki gjörla á
móðurmáli sínu nöfn staða sem voru
í umræðu hjá þeim; vera má reyndar
að útlend staðanöfn breytist í öllum
túngum af þessari orsök; þetta er
kanski þróun málsins. Venjulega end-
urskíra íslenzkir blaðamenn lönd
uppá dönsku, en að því er Pólland
varðar virðist þó hermt eftir ensku,
og er það eitt fyrir sig nógu skrýtið
á nítjándu öld þegar varla nokkur
maður á Islandi kunni þá túngu. Þar-
landsmenn kalla land sitt Polska.
Þegar pólverjar spurðu mig við
komuna hvað ég vissi um land þeirra,
flýtti ég mér að svara því eins sam-
viskusamlega og mér var unt: ein-
hverjar svolitlar eftirhreytur kvnnu
að leynast í minninu af glefsum sem
fundnar verða um landið í skólabók-
um únglínga, og þá aðallega um salt-
námur; síðan hitt og annað sem stað-
ið hefur í dagblöðum seinustu árin.
Pólsk bók var lesin af mér og öðrum
í bernsku minni á íslandi, og venju-
lega kölluð „Kú-vadis“, höfundur
Henrik Sienkievits; þótti góður.
Kríngum 1924 las ég Arstíðirnar eftir
Stanislav Reymont, og tel ég þá bók
hafa styrkt mig í þeirri trú að yrkis-
efni úr bændalífi væri boðlegt í nú-
tímabókmentum, en því er neitað af
flestum forleggjurum og mestallri
æðri bókmentagagnrýni með þeim
forsendum að á iðnvæddri öld einsog
vorri sé ófinnanlegur lesendahópur
sem hafi skilníng eða áhuga á bænda-
lífi og allrasíst sé von slíkra lesenda í
sveitum: bændur vilji ekki lesa um
bændur. Þannig gat ég glatt pólverja
með því að segja þeim að ég stæði í
þakkarskuld við Reymont þeirra að
haía fyrir eina tíð veitt mér siðferði-
legan styrk til að skrifa um bændur
þvertofaní viðurkenda og opinbera
(og sennilega því miður hérumbil
rétta) skoðun heimstískunnar um til-
223