Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 51
SJÖ FURÐUR SLÉTTUMANNALANDS íullkomnum nýtískulegum húsum spurníngu, sem kemst að hótfyndni næst hinni margívitnuðu gátu úr Skálavík, hvernig á því standi að þeir sem ekki nota tóbak skuli ekki verða ríkari en hinir sem nota tóbak. Þeir veittu ýmis svör. Sumir sögðu, ja svona er nú einusinni okkar þjóðar- skap; en slíkt er auðvitað ekkert svar. Kaþólskur rithöfundur sem ég hitti í móttöku (gestaboði) hjá P.E.N.- klúbbnum, sagði: þetta er okkar inn- borna élan vital (hvaðan er aftur þetta élan vital, ég hef ekki heyrt það nefnt leingi, er það Bergson?); ýms- ir veittu, hver með sinni túlkun, þau svör að allri þjóðinni hefði orðið létt- ara í skapi eftir að „október“ varð; uppúr því hefðu höfuðþýngsli svíað, — þar vakir fyrir þeim stefnubreyt- íngin sem varð í landinu eftir Poznan- átökin í hinum mikla sögumánuði 1956 þegar alt gerðist í senn. í merki- legri menníngarstofnun þar sem sam- an komu nokkrir góðir menn, og hafði flaska af frönsku koníaki verið tekin upp til að gera mönnum daga- mun, þar var einn maður nokkuð var um sig í orðum og heldurenekki ábúð- armikill, enda var mér sagt að hann hefði lykilinn að stofnuninni, og þótt- ist ég fara í aungar grafgötur um að hann væri til settur af Flokknum. Þar kom niður ræðu manna að þeir fóru að velta fyrir sér hverju tjóaði að ekki ríkti almenn gleði í löndum þar sem fátækt hefur í raun réttri verið útrýmt og allur þorri fólks á heima í TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR 225 búnum hentugum nútímahúsgögnum sem og búsáhöldum öllum gerðum eftir nýasta sérleyfi, þriðji til fjórði hver maður ekur sjálfseignarbíl og hver sem vill getur eignast sumarhús til sveita eða skroppið til útlanda, ógrynni vandaðrar neysluvöru er á boðstólum við lágmarksverði, og alþýðutryggíngar í svo föstum skorð- um að ríkisstj órnin fellur ef til mála kemur að lækka ellistyrk. Hverju sætir að þjóðir sem náð hafa því stigi almennrar velgeingni sem virðast mætti lokatakmark allra þjóðfélags- byltínga skuli vera fullar af lífsleiða, höfuðþýngslum, malaise? — já jafn- vel í löndum af þessu tagi er hundr- aðstala sjálfsmorða hæst meðal þjóða heimsins. Orð jókst af orði og allir lögðu sitt til mála, nema lyklamaður- inn hélt krúttinu þurru í leingstu lög, uns honum var öllum lokið, brosti útí annað munnvikið og laumaði útúr sér þessari athugasemd: Glaðir eru þeir einir sem eru nógu fátækir. Með öðr- um orðum hið forna viðkvæði um hamíngjumanninn skyrtulausa einu- sinni enn. Mér varð að orði hvort ekki mundi eitthvað bogið við marx- ism-Ienínismann hans; og hlógu menn dátt. Var hann þá áreiðanlega ekki frá Flokknum, spurði ég leiðsögu- konu mína á leiðinni út. Jú ætli það ekki, sagði konan. í Sléttumannalandi bar oft fyrir mig slíkar furður og gerðu mig ókvæða. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.