Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR raungu á þessa þjóð. Samt heyrist oft sagt að í nótnaborð sálarlífs hjá þjóð- verjum vanti suma algeinga tóna. Þeir virðast ekki kannast við ýmsar þær tilfinníngar sem aðrir menn hafa, svo- sem innri hvöt til að bæta fyrir brot; og komi fyrir að þeir séu neyddir til slíks, þá gera þeir það eftir reikníngi einsog maður borgar fyrir sig á verts- húsi. Nú er við völd í Þýskalandi há- kristileg stjórn undir ægishjálmi ka- þólsku kirkjunnar, þeirrar guðlegrar stofnunar sem hefur sýknt og heilagt verið að boða þjóðverjum iðrun og yfirbót í þrettán fjórtán aldir. Hvern- ig stendur á því að hið hákristna virðulega skyldulið þeirra aumíngja sem brutu niðurVarsjövu fyrir nokkr- um árum skuli ekki sýna einhvern lit á að bæta fyrir það sem þessir bræð- ur þeirra og fyrirrennarar forbrutu við saklaust fólk í Póllandi, eða geri pólverjum að minsta kosti skiljanlegt í einhverju litlu góðverki að þeir standi ekki enn sem einn maður með Herr Generalgouverneur Frank. En það er nú öðru nær. Lieber dr. Ade- nauer, Sie sind doch ein gottergebener Mann, warum nicht eine kleine Geste machen, ein kleines Zeichen des guten Willens im Geiste der Wieder- gutmachung — wie beispielsweise das Königsschloss und die Schlosskirche von Warschau neu aufzubauen? Es war doch Ihre Familie die das alles getan hat... Ekkert er nú þó þjóðverjum hafi láðst að reisa úr rústum kóngshöllina í Varsjövu hjá því að láta Ásvits standa. Þetta andstygðarbæli er sýnt einsog einhverskonar auglýsíngaskáli þjóðverja á alheimssýníngu. Hér er gestum úr öllum heimi boðið inn með þessum líka geðslega formála: „Ladies and Gentlemen hér sjáið þið stofnuna þar sem þjóðverjar myrtu rúmar fjórar miljónir manna, flesta í gasofnum. Fórnarlömb þeirra voru saklaust fólk sem þeir vissu eingin deili á en söfnuðu saman á strætum og gatnamótum víðsvegar um Evrópu —“ o. s. frv. Síðan er laung hugvekja um þýska nákvæmni í því að láta menn deya berfætta og nakta. Þeir brendu fólkið en héldu skófatnaði þess vandlega til haga; og mun hér samankomið hið stærsta safn af úr- sérgeingnum skógörmum karla, kvenna og barna sem nokkru sinni hefur verið saman fært í einn stað, margar hlöður fullar. Talið er að þeir hafi með nákvæmni krakka í búðar- leik bókfært einn og sérhvern skóræfil sem þeir færðu menn úr áður en þeir létu þá í ofninn. Þeir tóku líka af mönnum gleraugun og geymdu ítil hvers?); í einum sal eru sýndir stakk- ar af þessu gleraugnarusli. Gull los- uðu þeir vendilega úr tönnum manna. en því er víst búið að spandéra. Aftur- ámóti eru heilir salir úttroðnir af hári, einkum kvenmannsfléttum. Allir vita að í Þýskalandi eru alnir ein- hverjir ágætastir menn sem verið hafa 228
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.