Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
raungu á þessa þjóð. Samt heyrist oft
sagt að í nótnaborð sálarlífs hjá þjóð-
verjum vanti suma algeinga tóna. Þeir
virðast ekki kannast við ýmsar þær
tilfinníngar sem aðrir menn hafa, svo-
sem innri hvöt til að bæta fyrir brot;
og komi fyrir að þeir séu neyddir til
slíks, þá gera þeir það eftir reikníngi
einsog maður borgar fyrir sig á verts-
húsi. Nú er við völd í Þýskalandi há-
kristileg stjórn undir ægishjálmi ka-
þólsku kirkjunnar, þeirrar guðlegrar
stofnunar sem hefur sýknt og heilagt
verið að boða þjóðverjum iðrun og
yfirbót í þrettán fjórtán aldir. Hvern-
ig stendur á því að hið hákristna
virðulega skyldulið þeirra aumíngja
sem brutu niðurVarsjövu fyrir nokkr-
um árum skuli ekki sýna einhvern lit
á að bæta fyrir það sem þessir bræð-
ur þeirra og fyrirrennarar forbrutu
við saklaust fólk í Póllandi, eða geri
pólverjum að minsta kosti skiljanlegt
í einhverju litlu góðverki að þeir
standi ekki enn sem einn maður með
Herr Generalgouverneur Frank. En
það er nú öðru nær. Lieber dr. Ade-
nauer, Sie sind doch ein gottergebener
Mann, warum nicht eine kleine
Geste machen, ein kleines Zeichen des
guten Willens im Geiste der Wieder-
gutmachung — wie beispielsweise das
Königsschloss und die Schlosskirche
von Warschau neu aufzubauen? Es
war doch Ihre Familie die das alles
getan hat...
Ekkert er nú þó þjóðverjum hafi
láðst að reisa úr rústum kóngshöllina
í Varsjövu hjá því að láta Ásvits
standa. Þetta andstygðarbæli er sýnt
einsog einhverskonar auglýsíngaskáli
þjóðverja á alheimssýníngu. Hér er
gestum úr öllum heimi boðið inn
með þessum líka geðslega formála:
„Ladies and Gentlemen hér sjáið þið
stofnuna þar sem þjóðverjar myrtu
rúmar fjórar miljónir manna, flesta í
gasofnum. Fórnarlömb þeirra voru
saklaust fólk sem þeir vissu eingin
deili á en söfnuðu saman á strætum og
gatnamótum víðsvegar um Evrópu
—“ o. s. frv. Síðan er laung hugvekja
um þýska nákvæmni í því að láta
menn deya berfætta og nakta. Þeir
brendu fólkið en héldu skófatnaði
þess vandlega til haga; og mun hér
samankomið hið stærsta safn af úr-
sérgeingnum skógörmum karla,
kvenna og barna sem nokkru sinni
hefur verið saman fært í einn stað,
margar hlöður fullar. Talið er að þeir
hafi með nákvæmni krakka í búðar-
leik bókfært einn og sérhvern skóræfil
sem þeir færðu menn úr áður en þeir
létu þá í ofninn. Þeir tóku líka af
mönnum gleraugun og geymdu ítil
hvers?); í einum sal eru sýndir stakk-
ar af þessu gleraugnarusli. Gull los-
uðu þeir vendilega úr tönnum manna.
en því er víst búið að spandéra. Aftur-
ámóti eru heilir salir úttroðnir af
hári, einkum kvenmannsfléttum. Allir
vita að í Þýskalandi eru alnir ein-
hverjir ágætastir menn sem verið hafa
228