Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 55
SJO FURÐUR SLETTUMANNALANDS
á jörðu. Hvernig stendur á því að
land sem hefur alið Johann Sebastian
Bach skuli láta viðgángast að staður
einsog Ásvits sé gerður fulltrúi þess
útávið. já meira segja hinn eini raun-
verulegi opinberi fulltrúi þess í Pól-
landi? Hvernig stendur á slíkri for-
herðíngu hjartans hjá þeirri ríkis-
stjórn sem nú situr í Þýskalandi, að
geta ekki komið einsog maður fram
fyrir pólverja og sagt: „Við skömm-
umst okkar fyrir þetta helvíti. Levfið
okkur fyrir guðs skuld að reisa í yfir-
bótarskyni hér á þessum stað ein-
hverja menníngarstofnun eða líknar
sem gnæfi hátt og blasi við heimin-
um.“
Reyndar verður ekki nógsamlega
dáðst að þeirri siðferðilegu þrekraun
pólverja að reisa Varsjövu að nýu, en
þegar ég spurði hvar er nútímaarki-
tektúr ykkar, svöruðu þeir umbúða-
laust: háþróuð nútímahúsasmíði er
ekki til í Póllandi. Nóva Xútta, nýtt
úthverfi Varsjövu, sem reist hefur
verið síðustu ár handa jafnvel fleiri
mönnum en eiga heima á öllu Islandi,
er, séð að utan, reist í sama stíl og
bygt var handa almenníngi í Kaup-
mannahöfn á síðasta þriðjúngi nítj-
ándu aldar, nema múrsteinslagníngin
er áferðarljótari en til dæmis á húsum
í Colbjörnsensgade. Svona afturfara-
lega byggíngarstefnu er varla hægt að
sýna nú á dögum, enda buðu leiðsögu-
menn mér ekki inn fyrir dyr í þessum
húsum. Verksmiðjur sem ég sá
áleingdar virtust álíka óaðlaðandi og
vant var að hafa verksmiðjur fyrir
fimmtíu til hundrað árurn. Einkenni-
legt að búa þarna í hjarta Evrópu og
hafa ekki orðið fyrir áhrifum af nú-
tíma byggíngarlist. Hversvegna stund-
ar Pólland ekki nútíma húsasmíði
einsog nágrannar þeirra, Skandínav-
ía, Vesturþýskaland, Niðurlönd, ítal-
ía, Sviss? Ég fékk ekkert svar við
þeirri spurníngu, aðeins undarlegt
bros. Hefur sósíalistiskt land efni á að
vera afturúr? Ekkert svar — sem ekki
heldur var von.
Jódynur? Ég hélt þetta væri ein-
hver skynvilla þegar ég vaknaði um
morguninn. Ég hljóp útað glugganum
í hótelinu og virti undrandi fyrir mér
það sem nú átti að verða dagleg sjón
um hríð, hestar í stað véla. Hvar á að
flokka jódyn nú á dögum? Þó mart
sé gott um hann að segja er hann al-
veg áreiðanlega ekki sósíalistískur; ef
ekki fullkomlega afturhaldssamur, þá
í hæsta lagi díalektískur; umfram alt
mundi ég þó kalla hann rómantískan.
Ein af furðum Varsjövu er bílafæðin.
Loksins er fundinn staður þar sem
bílstæðaeklan er ekki eitt af höfuð-
vandamálum lífsins! En undarleg
reynsla er það á þessari bílaöld að
koma á torg stórbæar í Miðevrópu og
sjá ekki nema tvo útlifaða bílskrjóða
í miðjum annatíma dagsins. Nýlegur
bíll er sjaldséður í Varsjövu, þeir
vagnar sem næst því komast eru rúss-
neskar eftirlíkíngar af úreltum amer-