Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ískum gerðum (mestmegnis kopíur aí Ford og Chevrolet frá 1946). Því miður vantar fleira en bíla. Ég hef heyrt menn í ýmsum löndum lúka lofsorði á utanríkisverslun pólverja, en innanríkisverslun þeirra virðist nokkuð fátækleg. Sú vara sem fyrir- finst í búðargluggum við höfuðstræti Varsjövu mundi ekki þykja eftirsókn- arverð jafnvel í afskektum sveitakaup- stöðum í Skandínavíu. Landið hefur bersýnilega enn ekki komist í straum almennrar heimsverslunar. En þeir sögðu að þetta hefði verið enn verra fyrir nokkrum misserum, þá hefðu ekki einusinni feingist hversdagsleg- ustu búshlutir; töldu að nú væri þetta að byrja að lagast. Okkur hefur verið kent og margur trúað því að sósíalismi þýddi meðal annars hjarðir af feitum troðjúgra kúm í afgirtum högum svipað og t. d. í Danmörku; en ef satt er að sósíal- ismi ríki í Póllandi, og þó ekki væri nema að formi til, virðist sem þessi hugmynd þarfnist nokkurrar endur- skoðunar. Eitt af því skrýtnasta sem fyrir augun ber hvar sem maður ekur um Pólland er karl, kona eða únglíng- ur sem stendur lon og don yfir heldur rýrrikú (einstökusinnum tveimur, ör- sjaldan fleiruin), og virðist hafa það starf með höndum að bíða meðan skepnan fylli sig. Þessi vinna er ein- hver andsósíalistiskust starfsemi sem ég hef horft uppá í landbúnaði. Sé gert ráð fyrir að sá sem stendur yfir kúnni sé liðléttíngur og fái ekki meira kaup en hundrað og tuttugu krónur íslenskar á dag, þá hljóta þó þessi daglaun að leggjast á mjólkina úr kúnni til viðbótar við annan kostnað. Fyrir þetta lága dagkaup mundu á Is- landi fást 25—30 lítrar af mjólk í mjólkurbúð. Ég geri ráð fyrir að það sé velílagt að hálf lítilfjörlegur gripur í snulturhögum frammeð járnbraut- um mjólki tíu lítra á dag (tuttugu merkur); það eitt að standa yfir kúnni meðan hún fyllir sig mundi þá kosta tíu til tólf krónur á hvern mjólkurlítra. Ég veit ekki gjörla undir hvaða tegund atvinnuleysis ætti að flokka gerðalag slíkt sem það að hánga allan daginn yfir einni kýr- skepnu. Eða er þetta ein af bardaga- aðferðum bænda gegn sósíalisma? Pólverjar sögðu mér að lýsumatur væri fáséður hjá þeim, einkum í borg- um, smjör og ostar torgæti hjá al- menníngi. Okkur íslendíngum sem er- um þó bara hálfsósíalistiskir finst þetta eingin smáfurða í landi sem tel- ur sig alsósíalistiskt og er þaraðauki einn óslitinn töðuvöllur og grashagi — það sem ekki er akur; okkur sem búum við grjót og aftur grjót, en drekkum þó háttuppí mjólkurlítra daglega á hvert mannsbarn, finst að ef við ættum slíka paradís til landbún- aðar sem Sléttumannaland, þá mund- um við drekkja heiminum í mjólk. Það dregur ekki heldur úr furðu gestsins að sjá aftur og aftur í Var- 230
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.