Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 70
Bréf til Boris Pasternaks
Bréf þetta sendi ritnefnd tímaritsins „Novyj Mír“ Boris Pasternak í sept. 1956.
I bréfi þessu hafnaði ritnefndin handriti að skáldsögunni Zívago læknir, sem
Pasternak hafði boðið tímaritinu til birtingar, en hann átti þá sjálfur sæti í
ritnefnd þess. Bréf þetta birtist fyrst í „Literatúmaja Gazeta“ 25. okt. sl. Bréfið
cndar á löngum tilvitnunum í sögu Pasternaks og er þeim sleppt í þýðingunni.
ORIS LÉONÍDOVITSJ!
Við sem nú skrifutn yður þetta
bréf höfum lesið handritið að skáld-
sögu yðar „Doktor Zívago“ sent þér
buðuð tímaritinu „Novyj Mír“ til
birtingar, og viljum við í fullri hrein-
skilni segja yður hvaða hugsanir sá
lestur vakti hjá okkur. Þessar hugsan-
ir eru bæði uggvekjandi og þungbær-
ar.
Ef málið snerist einfaldlega um það
„að líka sagan eða líka hún ekki“, ef
hér væri um listræn smekksatriði að
ræða og þó svo að okkur greindi þar
mjög á, þá gerum við okkur Ijóst, að
þér hafið engan áhuga á að deila við
okkur um þau efni. „Jájá,“ og „Nei-
nei“ gætuð þér sagt. Tímaritið hafnar
handritinu, og það er verst fyrir tíma-
ritið; höfundurinn breytir í engu
skoðun sinni á listrænu gildi sögunn-
ar.
En í dæmi því sem hér um ræðir er
málið flóknara. Það er annað sem við
höfum út á skáldsögu yðar að setja,
atriði sem hvorki ritstjórnin né höf-
undurinn geta breytt með því að
fella burt eða lagfæra vissa kafla: Það
sem hér um ræðir er sjálfur andi
verksins, viðhorf höfundarins til lífs-
ins, að minnsta kosti eins og það kem-
ur lesandanum fyrir sjónir. Það er
um þetta sem við teljum að okkur beri
skylda að ræða við yður, þér eruð
sjálfráður hvort þér takið mark á
okkur eða ekki, en þér hafið enga
ástæðu til að álíta að sameiginleg
skoðun okkar byggist á fordómum,
og þess vegna ættuð þér, hvað sem
öðru líður, að vilja heyra hana.
Andinn í skáldsögu yðar er andi
fjandskapar í garð hinnar sósíölsku
byltingar. Boðskapur skáldsögu yðar
byggist á þeirri sannfæringu, að októ-
berbyltingin, borgarastyrjöldin og
þær þjóðfélagsbreytingar sem af þeim
leiddi hafi ekki fært þjóðinni neitt
nema þjáningu og tortímt rússnesku
N.
244