Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
mælt í innfluttu vörunni, að vaxa og
þá jafnframt raunveruleg laun. í
klassísku kenningunni er ekki gert ráð
fyrir, að hlutfallsleg breyting geti
orðið í launagreiðslum til einstakra
þátta.
Án þess að úr gildi niðurstaðnanna
dragi, hefur þannig verið fallið frá
þessum þeirra forsenda, sem rök-
semdafærslunni voru í upphafi settar:
að aðeins sé um tvær vörur að ræða;
að verzlun milli landa leiði ekki til
sérhæfingar; og að tilkostnaður á
einingu breytist eftir framleiðslu-
magni. Niðurstöðurnar eru ennþá
bundnar þeim skilyrðum, að fram-
leiðsluþættirnir séu aðeins tveir og af
skornum (tilteknum) skammti; að
framleiðslulíkingarnar séu algerlega
eins í báðum löndunum; og að vinnu-
afl sé fullnýtt.
Vakið er máls á, að verzlun milli
landa þurfi ekki að leiða til verðjöfn-
unar framleiðsluþátta, ef þættirnir
eru fleiri en tveir. Ef framleiðsluþætt-
ir eru fleiri en tveir getur auk þess
verið erfitt að greina milli algengra
og fágætra framleiðsluþátta. Ef fram-
leiðsluþættirnir eru þrír eða fleiri fer
gildi niðurstaðnanna að verða vafa
undirorpið. Af svipuðum ástæðum
dregur það úr gildi niðurstaðnanna,
ef framleiðslulíkingar landanna eru
ekki sams konar.1 Ekki verður farið í
grafgötur með afleiðingar þess, að
vinnuafl sé nýtt til fullnustu.
Þrátt fyrir þessa fyrirvara segja W.
Stolper og P. A. Samuelson í ritgerð
sinni: „Með þessu er ekki sagt, að
niðurstöður okkar standi eða falli
með kennisetningu Hekschers og
Ohlins. Þótt framleiðsluþættir verði
ekki bornir saman milli landa og þótt
framleiðslulíkingar þeirra séu ólíkar,
hlýtur verzlun milli landa samt sem
áður að hafa áhrif á raunveruleg laun
þátta í sömu átt og á hlutfallslegt
kaupgjald þeirra, þegar framleiðslu-
þættirnir eru aðeins tveir.“
Að lokum er farið fáeinum orðum
um áhrif tollverndar á raunveruleg
laun og komizt svo að orði: „í Ástral-
íu, þar sem land getur talizt vera mik-
ið í hlutfalli við vinnuafl, kann toll-
vernd að geta aukið raunveruleg laun
verkamanna. Ef til vill hefur þessum
málum verið þannig farið í Banda-
ríkjunum á nýlenduskeiði þeirra.“
II.
Eins og þessi úrdráttur úr ritgerð
W. Stolpers og P. A. Samuelsons ber
1) Við greinina endurprentaða er bætt þessari athugasemd neðanmáls: „Sá yngri höf-
undanna, P. A. S., skipti um skoðun á þessum efnum 1946 og hefur síðan litið svo á, að
með notkun kennisetningar Ohlins (og Heckschers) verði komizt að þeirri niðurstöðu, að
verzlun milli landa leiði til algerrar verðjöfnunar framleiðsluþátta, án tillits til fjölda
vara, svæða eða framleiðsluþátta, ef haldið er áfram að framleiða eitthvert magn af hverri
vöru um sig.“
258