Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 85
LAUN OG TOLLAR
með sér, hvílir röksemdafærsla þeirra
á þremur stoðum: kennisetningu
Heckschers og Ohlins (með fyrirvara
þó, eins og að framan greinir); kenn-
ingunni um, að laun ákvarðist af
framleiðni á j aðrinum; og hugmynd-
inni um launavöruna.
Röksemdafærslan er að því leyti
komin undir kennisetningu Heck-
schers og Ohlins, sem hún er nauðsyn-
leg til að sýna fram á, að landskostir
setji framleiðslu vara til útflutnings
ekki svo þröngar skorður, að breyt-
ingar verðhlutfalla hafi ekki áhrif á
hlutföll þeirra í heildarútflutningi.
Bent hefur verið á, að klassísku hag-
fræðingarnir hafi skýrt farvegi verzl-
unar milli landa á stundum með svip-
uðum hætti og þeir Heckscher og
Ohlin, þótt kenningin um hlutfallsleg-
an kostnað hafi verið hluti af kenn-
ingakerfi þeirra.1
Eins og tekið hefur verið fram,
telja Stolper og Samuelson gildi nið-
urstaðna sinna ekki vera komið undir
gildi kennisetninga Heckschers og
Ohlins.
Við þær aðstæður, sem miðað er
við í ritgerðinni, mun kaupgjald mæl-
ast af framleiðni á jaðrinum eða, öllu
heldur, því skiptagildi gagnvart inn-
fluttum varningi, sem svarar til vöru-
framleiðnirnar á jaðrinum, þegar
innflutta varan er launavaran. Þar
sem laun ákvarðast af samningum
samtaka launþega og atvinnurekenda,
eins og í Astralíu, er vafasamt, að
kaupgjald lúti þessum lögmálum.
Kaupgjald lækkar sjaldnast í pening-
um í löndum, þar sem sterk launþega-
samtök starfa, svo að raunverulegt
kaupgjald rýrnar aðeins við skerð-
ingu kaupmáttar kaupgjaldsins eða
með öðrum orðum við dýrtíð. í þess-
um niðurstöðum Stolpers og Samuel-
sons fælist, ef sannar reyndust, að við
þær aðstæður, sem gert er ráð fyrir í
ritgerð þeirra, hafi verzlun milli
landa með öflug launþegasamtök í
för með sér annað hvort óhagstæðan
greiðslujöfnuð við bundið gengi eða
fallandi alþjóðlega skráningu gjald-
miðilsins við laust gengi.
Öll röksemdafærslan í ritgerðinni
hvílir á notkun hugtaksins um launa-
vöruna. f iðnaðarlöndum samtíðar-
innar þekkist engin vara, sem kemur í
allar þarfir, eins og kókoshnetur á
Suðurhafseyjum eða selfang í heim-
skautslöndunum. Niðurstöðumar
miðast þannig við aðstæður, sem geta
ekki myndazt í samtíðinni. Um leið
og launþegar eru ekki taldir lifa á
einni vöru, heldur tA'eimur eða fleiri,
fara áhrif verzlunar milli landa á
kaupgjald ekki síður eftir verðhlut-
föllum varanna en vöruframleiðni á
jaðrinum (að sama hætti og þegar
launavara var innflutt og framleiðsla
hennar hafði fallið niður).
1) J. Viner: Studies in the Theory oj lnternational Trade: New York, 1937, bla. 500
—506.
259