Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Eftir að fallið hefur verið frá þeirri
forsendu að laun séu greidd í launa-
vöru, en ekki öðrum þeirra forsenda,
sem niðurstöðurnar voru bundnar í
lok ritgerðarinnar, verða stuttlega
rakin áhrif verzlunar milli landa á
kaupgjald, laun fágæta þáttarins. Þær
vörur, sem að miklu leyti eru unnar
úr algenga framleiðsluþættinum,
verða nefndar einu nafni hveiti, en
hinar úr, sem að miklu leyti eru unn-
ar úr fágæta framleiðsluþættinum.
Laun teljast greidd í annarri hvorri
vörunni, hveiti eða úrum, en þeim að
nokkru skipt fyrir hina vöruna. Kaup-
gjald verður talið innt af hendi fyrst
í hveiti, síðan í úrum.
1. Laun greidd í hveiti. Eftir að
verzlun milli landa er hafin, vex notk-
un vinnuafls í hlutfalli við notkun
fjármagns bæði í hveitirækt og í úr-
smíði, eins og sýnt hefur verið fram
á, svo að framleiðni vinnuafls á jaðr-
inum hefur fallið. Hins vegar fæst
fyrir hverja einingu hveitis meira af
úrum en áður. Ef verðhækkun hveitis
(í úrum) er hlutfallslega meiri en
skerðing vöruframleiðni vinnuaflsins
á jaðrinum, hækkar kaupgjald, en
lækkar, ef verðhækkunin er hlutfalls-
lega minni en skerðingin.
2. Laun greidd í úrum. f ritgerð-
inni var tekið fram, að ekki verði sagt
fyrir um áhrif verzlunar milli landa á
laun, ef innflutta varan er launavaran
og framleiðsla hennar innanlands hef-
ur fallið niður. Þær aðstæður verða
þess vegna ekki frekar ræddar. —
Þegar framleiðsla innfluttu vörunnar
fellur ekki niður, lækkar vörufram-
leiðni vinnuafls á jaðrinum, vegna
þess að notkun vinnuafls hefur vaxið
í hlutfalli við notkun fjármagns. Jafn-
framt hefur skiptigildi úra lækkað
gagnvart hveiti. Samkvæmt þessu
hljóta raunveruleg laun, kaupgjald fá-
gæta þáttarins, að hafa lækkað.1
Ef fallið er frá þeirri forsendu, sem
til engra aðstæðna svarar, að laun séu
greidd í launavöru, en þeim forsend-
um haldið, að laun séu greidd í fríðu;
að framleiðsluþættirnir séu aðeins
tveir og af skornum skammti; að
framleiðslulíkingarnar séu algerlega
eins í báðum löndunum; og að vinnu-
afl sé nýtt til fullnustu; verður aðeins
sagt fyrir um áhrif verzlunar milli
landa á kaupgjald, þegar laun eru
greidd í innfluttum varningi og fram-
leiðsla innflutta varningsins fellur
ekki niður innanlands. Þessi niður-
staða ber nokkurn keim af þversöen,
þótt skýringum verði komið við. Um
leið og fallið er frá þeirri forsendu,
að laun séu greidd í fríðu, hvað þá
öðrum þessara forsenda, verður ekk-
ert sagt fyrir um áhrif verzlunar milli
landa á raunveruleg laun. kaupgjald
fágæta þáttarins.
1) Litiff er svo á, að útflutningur viðkomandi lands til „allra annarra landa“ hreyti ekki
að ráði verðhlutföllum varanna.
260