Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 101
FRIÐLÝST land
Tveir þriðju ílugmanna tougaveiklaðir
Það lætur að líkum að sífelld þjálfun um árabil í að varpa vetnissprengjum
yfir stórborgir, slökkva líf hundraða þúsunda eða jafnvel milljóna varnar-
lausra karla, kvenna og barna í einu vetfangi, setur mark sitt á sálarlíf þeirra
sem eiga í hlut.
Heilbrigðismálanefnd bandaríska landvarnaráðuneytisins hefur samið
skýrslu um heilsufar bandarískra herflugmanna. Forstjóri deildarinnar, dr.
Frank B. Berry, hefur sent hana yfirmanni sínum, McEliioy landvarnaráð-
herra, og látið fylgja athugasemdir sem birtar hafa verið í blöðum. Þar er
m. a. komizt svo að orði:
„Að áliti sérfræðinganna þjást 67,3% flugmanna, sem athugaðir liafa ver-
ið, af sálsýki. Það er tala sem hlýtur að vekja áhyggjur.“
Samkvæmt skýrslunni er flugmönnum í flugstöðvum erlendis og í sprengju-
flughernum heimafyrir hættara en öðrum við taugaveiklun.
I skýrslunni segir ennfremur:
„Eftir sérstaklega gaumgæfilega rannsókn á staðreyndum varðandi þetta
vandamál höfum við komizt að þeirri niðurstöðu, að þau flugslys sem orðið
hafa á síðustu sex mánuðum á Midway-eyju, flugvellinum Cooke (Kaliforníu),
flugvellinum Patuxent-fljót (Maryland), svo og skotárás á óbreytta borgara
(í Wisconsin) og ýms önnur svipuð tilfelli staji ekki jyrst og jremst af tœkni-
göllum, heldur aj sálarástandi flugmannanna.“
Drukknir flugmenn við stýrið
Dr. Berry kemst svo að orði um orsakir þessara sálarmeina:
„Rannsóknir á flugstjórum og loftsiglingafræðingum í sprengjuflugflotan-
um sem þjáðust af langvinnri ofreynslu á taugum leiða í ljós, að höfuðorsakir
þessa meins eru: Mikil áreynsla, fyrst og fremst vegna langflugs milli megin-
landa, ofnautn og stöðug neyzla áfengis (mjög algeng meðan á flugi stendur),
óhófleg kynnautn og óeðli, þreyta vegna sleitulausrar spilamennsku. Jajnjraml
þessu siðjerðileg upplausn, sem má heita einkennandi fyrir alla flugmenn á
vélum sem jljúga með atóm- og vetnissprengjur.“
Dr. Berry lýkur athugasemdum sínum með að leggja til að gerðar verði
tilteknar umbætur, en hann viðurkennir þó að ekki sé mikil von til að hægt
verði að bæta sálarástand flugmannanna.
Háskinn sem stajar aj jreim œðisgengna hernaðarviðbúnaði, sem hér hejur
275