Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 103
FRIÐLÝST LAND
í beinunum og getur valdið ólœknandi sjúkdómum, beinkrabba og hvítblœði
(leukaemia). Strontium 90 er skylt kalsíum og hagar sér mjög líkt því. Til
dæmis safnast mikið af því strontium 90, sem kýr fá í sig með fóSrinu, í mjólk-
ina. MeS mjólkinni berst efniS svo í bein barna og unglinga, beinvefur í vexti
tekur það langtum örar í sig en bein, sem hœtt eru að vaxa. Uppvaxandi lcyn-
slóð stafar því mun meiri hœtta af helrykinu en þeim sem fullvaxnir eru.
Koleíni 14 er 200 sinnum hættulegra en strontium 90
Bandaríski lífeSlisfræSingurinn og nóbelsverSlaunahafinn dr. Linus Paulus
hefur nýlega skýrt frá því, aS mannkyninu stafi miklu meiri ógn af geisla-
virku kolefni heldur en geislavirku strontium 90.
Hann kveSst skelfdur yfir þeim upplýsingum bandarísku kjarnorkunejndar-
innar, aS fyrir hendi væri 17 sinnum meira magn af geislavirku kolefni heldur
en geislavirku strontium 90.
1 bréfi til New York Times þ. 16. maí s.l. sagSi hann ennfremur:
„FullyrSa má aS fyrirsjáanleg áhrif kolefnis 14, sem losnaS hefur úr læS-
ingi viS tilraunasprengingar kjarnorkuvopna fram á þetta ár, verSi aS meira
en milljón börn jæðist slórlega vansköpuð og vangefin og um tvær milljónir
fóslurláta og andvana ja>ðinga eigi sér stað.
Reynslan frá Hírosíma og Nagasakí
Reynslan frá Hírosíma og Nagasakí, japönsku borgunum, sem úraníum-
sprengjunum var varpaS á 1945, er ægileg staSfesting á hinum tilvitnuSu
varnaSarorSum hins heimskunna vísindamanns. Um liana segir svo í skvrslu
keisaralegu, japönsku rannsóknarstofnunarinnar í Hírosíma 1957:
„Aj 32.172 börnum, sem fœðzt hafa í Hírosíma eftir árásina, hafa hvorki
meira né minna en 5201 komið í heiminn vansköpuð, andvana eða svo veik-
burða að þeim varð ekki lífs auðið. Auk 500 andvana fæddra og 200 vanskap-
aSra fæddust 1107 börn meS gallaSa beinagrind, visnaSa vöSva, húSgalla sem
gerSu þeim ómögulegt aS anda eSa alvarlegar taugabilanir. 21 barn er eineygt
eSa augnalaust og fjögur þeirra hafa ekki einu sinni augnatóftir. 31 barn fædd-
ist heilalaust og heilinn í 56 var vanskapaSur. A 176 börnum eru engin eSa
vansköpúS kynfæri og 200 börn fæddust varalaus.“
277