Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 104
TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR
Kjarnasprengingar þrefalda fjölda vanskapaðra barna
í grein í læknaritinu Experimental Therapy segir dr. Beck yfirlæknir fæS-
ingaspítalans í Bayruth í Bajern í Vestur-Þýzkalandi, að jjöldi vanskapaðra
barna sem fæddust á iímabilinu maí—okt. 1957 hafi verið 3,7% aj öllum jœð-
ingum, en venjuleg hlutfallstala var aðeins þriðjungur aj því, eða t. d. 1,1%
árið 1950.
Hann er ekki í nokkrum vaja um að orsakarinnar er að leita í tilraunum
Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Brellands með kjarnavopn.
Dr. Beck athugaði tilkynningar kjarnorkuveldanna um tilraunasprenging-
ar þeirra og uppgötvaði að líkamsgallarnir byrjuðu að aukast við fæðingar
sem urðu nákvæmlega níu mánuðum eftir sprengingarnar.
I matvælum manna og í beinum þeirra hefur helrykið þegar
sagt ljóslega til sín
A vegum bandarísku kjarnorkunefndarinnar framkvæmdu þrír vísinda-
menn við Columbia-háskólann rannsókn á magni strontium 90 í beinvefjum.
Niðurstöður þessarar rannsóknar sem birtar voru á s.l. vetri, leiddu í ljós, að
börn allt að jjögurra ára aldri reyndust haja 10 sinnum meira aj þessu ejni í
beinagrindinni en jólk á þrítugsaldri og eldra.
Varaforstjóri eðlisfræðideildar mjólkureftirlitsins í Kiel, dr. Knopp, skýrði
frá Jjví í vetur sem leið, að míkrókúri á lwern kúbiksentimetra í mjólk liejði á
einu ári aukizt úr 5.000 milljónustu hlutum í 10.000 milljónustu hluta, eða
um helming.
Geislun andrúmsloftsins þegar komin yfir hættumörk
Vorið 1957 stefndi kjarnorkumálanefnd Bandaríkjaþings á sinn fund fjölda
vísindamanna og tók af þeim skýrslur um geislunarhættuna, sem stafar af til-
raunum með kjarnorkusprengjur.
Fyrir þingnefndina gekk fylking manna, sem borið hafa bróður banda-
rískra vísinda um heiminn undanfarna áratugi. Hermann J. Muller, sem fékk
nóbelsverðlaun 1946 fyrir að sýna fyrstur rnanna fram á áhrif geislaverkunar
á erfðaeiginleika, sagði nefndinni að sér teldist til að geislaverkun jrá spreng-
ingum, sem þegar haja verið gerðar, myndi valda verulegu tjóni á lífi og heilsu
milljóna manna. Dr. James Crow frá Wisconsinháskóla kvaðst hafa komizt að