Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 112
TÍMARIT MALS OG MENNINGAlI
í blaðinu „Herinn burt“, sem samtök rithöfunda og menntamanna gáfu út
í desember s.l. segir svo um þetta:
„Nú bafa hins vegar þeir hlutir gerzt, sem hljóta að hrifsa hvern hugsandi
Islending úr mókinu. Fyrir skömmu gáju jorsvarsmenu bandarískra hermála
j>á yfirlýsingu, að bandarískar herslöðvar í Evrópu vœru búnar kjarnorku-
vopnum og jlugvélar reiðubúnar til árása nóit sem dag með nokkurra mín-
útna jyrirvara. Vegna jiessarar yjirlýsingar bar Bevan, jormaður þingjlokks
brezkra jajnaðarmanna, fram þá jyrirspurn við hcrmálaráðherra Bretlands,
hvorl bandarískar herbœkistöðvar J)ar í landi vœru búnar vetnisvopnum, og
livort flugvélar Bandaríkjamanna Jœru með vopn jiessi í œjingajlug. Ejtir
nokkurn undandrátt svaraði hermálaráðherrann j)essu játandi.
í svari þessu felst geigvænleg viðvörun til okkar sjálfra. Séu bandarískar
herbækistöðvar í Bretlandi birgðar kjarnorku- og vetnisvopnum, þá þarf
varla um Keflavíkurflugvöll að spyrja. Landfræðilega er hann þýðingarmeiri
hernaðarstöð, og þar sem hann er hinn eini herflugvöllur hér á landi, er senni-
lega talin enn brýnni ástæða til að búa hann sem áhrifamestum vopnum.
Þclta J)ýðir, að meslu tortímingarvopn mannkynssögunnar eru í landinu, mitt
á meðal okkar, tortimingarvopn svo ógurleg að ekki J>yrjti nema eina sprengju
aj vangá til J)ess að Jmrrka út höfuðborg og jjölbyggðustu héruð landsins og
blanda lœvi. og dauða allt andrúmslojt.“
Vissulega má segja, að sá þungi uggur, sem í þessum orðum felst, sé risinn
af sterkari rökum en svo, að þeim verði haggað með yfirlýsingum um það, að
Keflavíkurflugvöllur sé aðeins varnarstöð.
Nú getur forsætisráðherrann lesið um það hér —
Á Alþingi Islendinga hafa þessir smámunir hins vegar ekki valdið neinum
úlfaþyt og enda staðið þar fáum fyrir svefni. — Forsætiráðherrann hefur sem
sagt „lesið urn J)að í blöðum, að rnenn velti J)ví jyrir sér, hvort leyjðar muni
verða hér eldjlaugastöðvar og atómsprengjur.“
Nú getur forsætisráðherrann lesið um það hér sér til glöggvunar á mála-
vöxtum, að það sem menn eru að velta fyrir sér er þetta, hvort bandarísk hern-
aðaryfirvöld á Keflavíkurflugvelli muni ekki láta sér nægja leyfið hans Bersa
til að birgja sig þar upp af eins mörgum kjarnasprengjum og þeim þóknast
og fljúga með þær yfir höfðum okkar, hvenær sem þeim sýnist, án þess að
ármenn íslands í stjórnarráðinu hafi meiri vitneskju um það en fjósakarlinn
á Ströndum.
286