Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 113
FIUÐLÝST LAND
Og menn munu halda áfram að velta þessu fyrir sér, æ fleiri og af æ meiri
áhyggju, þar til að því kynni að koma, að ríkisstjórn Hernianns Jónassonar
mannaði sig upp og efndi loforð sitt um uppsögn „varnarsamningsins“ við
Bandaríkin, eða þar til hrapandi sprengjuflugvél eða aðvífandi eldflaug legðu
sitt úrslitaorð í belg.
A fundi Atlantshafsríkja í París gerðist það í fyrsta skipti að æðstu valda-
menn Evrópujjjóða risu upp og andmæltu ögrunarstefnu Bandaríkjanna, er
Jjau lögðu að Jjessum Jjjóðum að leyfa bandarískar eldflaugastöðvar í löndum
sínum. Gehuardsen forsætisráðherra Noregs reið Jjar á vaðið og á eftir fylgdu
H. C. Hansen, forsætisráðherra Dana, Diefenbaker, forsætisráðherra Kan-
ada og síðan hver af öðrum.
Hið áhrifamikla vesturþýzka blað Die Welt sagði hinn 17. des., að Jjetla
væri í fyrsta sinn sem smájjjóðirnar hefðu tekið fram fyrir hendurnar á stór-
veldunum, og hér væri orðin byrjun, sem gæti leilt til þess, að brúað yrði
djúpið á milli hinna miklu stórveldablakka.
Hermann Jónasson, forsætisráðherra Islands, lagði ekki lil mála, enda fór
svo, að formælendur eldflauganna gengu ekki af fundinum jafn bónleiðir og
horfur voru á í upphafi. Er nú tekið að hreiðra um eldflaugarnar í Frakklandi,
Bretlandi, Italiu og Tyrklandi, þ. e. a. s. í þeim löndum, Jjar sem mest kapp
var lagt á að koma stöðvunum upp, að undanskildum Noregi, Jjar sem fast var
staðið á móti kröfu Bandarikjanna.
Svarið við tilmælum um eldilaugastöðvar á íslandi á þjóðin að
gefa áður en þau koma fram
Hófanna var hins vegar lítið eða ekki leitað um eldflaugabækistöðvar á Is-
landi. Það stafaði ekki af því að „stöðvar varnarliðsins hér eru umsamdar
varnarstöðvar“, eins og forsætisráðherrann orðar þetta og túlkar fyrir Jijóð
sinni. Það stafar einfaldlega af því, að í vopnabúri Bandaríkjanna eru aðeins
skammdræg flugskeyti enn sem komið er. Intermediary Range Ballastic Missi-
les (IRBM) heita þau á þeirra máli. Þau draga aðeins 2.500 km, og skotmörk
í Sovétríkjunum eru of fjarlæg fyrir þessa gerð eldflauga, ef þær ættu að
leggja af stað héðan frá íslandi. Það er af Jjessari einföldu ástæðu, að eld-
flaugastöðvar hafa ekki komið hér til greina.
En þess verður ekki langt að bíða, að Bandaríkin hafi efnt sér í eldflaugar,
sem herfræðingar þeirra nefna gælunafninu ICBM (IntercontinentaD. Þær
setja ekki fjarlægðina fyrir sig og komast meginlandanna á milli.
287