Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 117
FRIÐLYST LANl)
Ef gert er ráð fyrir Ráðstjórnarríkjunum sem hugsanlegum andstæðingi
Svíþjóðar í styrjöld, þá er þar að ræða um stórveldi að minnsta kosli þrítug-
falt á við Svíþjóð að íbúatölu, herveldi, sem þessir menn leggja sjálfir áherzlu
á, að sé svo öflugt, að væri ekki kjarnorkusprengjan til varnar í vestri, þá gæti
það auðveldlega lagt undir sig alla Evrópu, ef ekki allan heiminn. En ef svo
er, sem vel má vera rétt, að Rússar hefðu í öllum höndum við sameinuð her-
veldi vestursins með þeirri hertækni, sem tíðkaðist fyrir daga kjarnorkunnar,
þá má ímynda sér, hversu lengi smáriki eins og Svíþjóð, sem enga á sér kjarn-
orkusprengjuna, fengi staðizt slíku herveldi snúning. Ef Englendingar með
sína kjarnorkusprengju telja sér búna gereyðingu í kjarnorkustyrjöld, hvers
gætu þá Svíar vænzt ef þeir væru í hernaðarbandalagi? Eða þá hernaðar-
bandalagsríkið Island?
Hlutleysisstefna Svía grundvallast því vissulega ekki á hernaðarstyrkleik
þeirra. Það, sem knýr þá til hlutleysis, er sú augljósa staðreynd, að í hlutleys-
inu er fólgin þeirra eina von um að fá borgið landi sínu frá gereyðingu, ef til
stórveldastyrjaldar skyldi koma, og svo hitt, að með hlulleysisajstöðu sinni
stuðla þeir einmitt að því á beztan hátt að koma í veg jyrir, að lil slíkrar ger-
eyðingarstyrjaldar geli komið.
Um Austurríki gegnir mjög svipuðu máli sem um Svíþjóð, eins og fyrr
nefnd skoðanakönnun sýnir, nema að því leyti, að þar verður alls ekki komið
við þeirri röksemd, að Austurríkismenn geti leyft sér hlutleysi i krafti hern-
aðarstyrkleika síns, sem er víst enginn eða því sem næst.
En hlutleysistefnan á meira fylgi að fagna í Evrópu en þessi skoðanakönnun
sýnir. Algert hlutleysi í styrjaldarátökum stórvelda er til að mynda utanríkis-
stefna Svisslands og Finnlands, eins og kunnugt er, og svipuðu máli gegnir um
Júgóslavíu.
Hlutleysisstefnan er leið út úr ógöngum vígbúnaöaræðisins
og styrjaldarvoðans
Auk þess eru svo heimsálfur eins og Asía og Afríka, þar sem hlutleysi á
ennþá eindregnara fylgi að fagna en í Evrópu. í því efni má minna á ráðstefnu
Asíu- og Afríkuríkja, sem haldin var í Kaíró í Egyptalandi í janúarmánuði
síðastliðnum. Ráðstefna þessi lýsti yfir fordæmingu á hernaðarbandalögum
og herstöðvum stórvelda í löndum annarra þjóða. Þessi hlutlausu lönd með
Indland í broddi fylkingar láta nú æ meira til sín taka á alþjóðavettvangi, og
er vonin um frið í heiminum ekki sízt tengd atfylgi þessara landa.
— Það er röksemd, sem mjög er hampað um þessar mundir af forsvars-
291