Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 120
TÍMARIT MÁLS OG M ENNINGAR
„Ég hajði vissulega enga hugmynd um það þá, að vesturveldin myndu á
komandi árum láta hernaðartœki það, sem við vorum að skapa, verða megin-
ajl allrar stejnu sinnar.“
Engan okkar grunaði þá, segir hann, að af þessu samstarfi, sem fyrst og
fremst miðaðist að efnahagslegri viðreisn, yrði ekki annað eftir að tveim eða
þrem árum liðnum en einber hernaðarsamvinna.
Kennan heldur áfram: „Vissulega hljóta allir, andstœðingar okkar ekki
síður en við sjáljir, að vera orðnir þreyttir á þessari hlindu og gagnslausu
samkeppni um hœfileikann til að valda ótakmarkaðri eyðileggingu. Hœttan,
sem að okkur steðjar, er sameiginleg. Rússar anda að sér sama lojtinu og við.
Þeir deyja á sama liátt. .. . Ég get ekki varað of eindregið við því að gera ráð
jyrir því eins og sjálfsögðum hlut, að enga einlœgni sé að jinna í öllum þessum
orðsendingum sem leiðtogar Sovétríkjanna hafa látið rigna yjir vesturlönd á
síðustu vikum.“
Heita má, að baki hafi verið snúið við allri viðleitni til að jafna helztu
deilumálin við Rússa, sagði Kennan ennfremur. Trúnni á það, að stríð sé
óhjákvæmilegt, hefur verið leyft að magnast hindrunarlaust ... Vér verðum
að losa oss við þá meinloku, að Rússar séu óðfúsir að ráðast á Vestur-Evrópu
og hernema hana, og að þetta sé aðalhættan.
Kennan lagði til, að bandarískt, brezkt og rússneskt herlið hyrfi brott úr
miðhluta Evrópu, bæði Þýzkalandi og grannlöndum þess, og að þessi lönd
mynduðu hlutlaust belti yfir þvera álfuna.
— Þetla segir sá maður, sem viðurkenndur er sem fremsti sérfræðingur um
Rússlandsmál, er nokkru sinni hefur starfað í bandarísku utanríkismálaþjón-
ustunni, og átti mestan þátt í því að móta bandaríska utanríkismálastefnu á
stjórnarárum Trumans. Hann leggur til ótvíræðum orðum, að hersveitir stór-
velda verði kvaddar brott úr annarra þjóða löndum, að mynduð verði helti
hlutlausra ríkja og að horfið verði frá þeirri stríðsbandalagsstefnu, sem fólgin
er í því að magna vígbúnað og efla herstöðvar um allar álfur heims.
Það er vissulega fróðlegt að bera saman þessa afstöðu mannsins, er um eitt
skeið var einhver atkvæðamesti utanríkismálaleiðtogi þess stórveldis, sem er
höfuðandstæðingur Ráðstjórnarríkjanna, og svo afstöðu þeirra stjórnmála-
manna hérlendra, sem halda því fram, að hlutleysi sé úrelt hugmynd, herseta
sé oss vernd og herstöðvastefna til þess fallin að draga úr viðsjám og styrjald-
arhættu.
— Þegar vér segjum, að það eigi að vera stefna íslands að vísa hernum úr
landi, yfirgefa hernaðarbandalagið og lýsa að nýju yfir ævarandi hlutleysi
204