Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 123
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
„Ut af þeim atburðum, sem gerðust snemma í morgun, hernámi Reykjavík-
ur, er hlutleysi Islands var freklega brotið og sjáljstœði þess skert, verður ís-
lenzka ríkisstjórnin að vísa til þess, að þann 11. apríl síðastliðinn tilkynnti
hún brezlcu ríkisstjórninni jormlega, fyrir milligöngu fulltrúa hennar hér á
landi, ajstöðu íslenzku ríkisstjórnarinnar til tillögu hennar um að veita íslandi
hernaðarvernd og samkvœmt því mótmælir íslenzlca ríkisstjórnin lcröftuglega
ofbeldi því, sem hinn brezki lierajli hefur framið.
Þess er að sjáljsögðu vœnzt, að bœtt verði að fullu tjón og skaði, sem leiðir
af J>essu broti á löglegum réttindum íslands, sem jrjáls og jidlvalda hlutlauss
ríkis.“
Og hér héldu stjórnarvöld landsins í seinasta sinn uppi stefnu og rétti hjóff-
arinnar í þessu máli um ævarandi hlutleysi í hernaðarátökum.
I kjölfar hernámsins og langvarandi hersetu í landinu komu hættur og
dauði, sífelldur ótti. gull og svall, siðleysi og spillt aldarfar.
íslenzk stjórnarvöld kikna
Ári síðar afhentu Bretar ísland í hendur Bandaríkjamönnum til „hervernd-
ar og hersetu“. Það var hinn 9. júlí 1941, að Alþingi var kvatt saman til þess
að leggja blessun sína yfir gerðir ríkisstjórnarinnar, sem þá hafði samið við
Bandaríkin um hersendingar til íslands. Alþingi hafði verið slitið 17. júní.
Sjö dögum síðar höfðu samningar við Bandaríkin liafizt, og liinn 9. júlí lagði
ríkisstjórnin svofellda tillögu fram á Alþingi:
„Sameinað Alþingi fellst á samkomulag ]>að, sem ríkisstjórnin hejur gert
við jorseta Bandaríkja Norður-Ameríku, um að Bandaríkjunum sé falin her-
vernd íslands, meðan núverandi styrjöld stendur.“
Alþingismönnum varð allfelmt við þennan boðskap, þar sem hér var í fyrsta
sinn sveigt jrá yjirlýsingunni frá 1918. Fjölmargir þingmenn létu í ljós tregðu
og vonbrigði og einn þeirra, sem þó samþykkti tillöguna, lét þau orð falla, að
ekki myndi verða hjá því komizt að „gera þennan samning við Bandaríkin,
því að hnífurinn er á barka okkar,“ sagði hann.
Með slíku hugarfari var þingsályktunartillagan samþykkt með 39 atkvæðum
Sjálfstæðismanna, Framsóknarmanna og Alþýðuflokksmanna, gegn 3 atkvæð-
um sósíalista, að viðhöfðu nafnakalli.
Að styrjöld lokinni áttu Bandaríkjamenn að hverfa héðan með her sinn. En
í stað þess að hverfa á braut, fóru þeir strax fram á það árið 1945, að þeim
yrði leyfð hér herseta í framtíðinni og tilteknir landskikar yrðu leigðir þeim
297