Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 126
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
1. AS viðræðum um endurskoðun varnarsamningsins að því er varðar brott-
flutning varnarliðsins, verði ekki haldið áfram þangað til tilkynning er
gefin samkvæmt 2. tölulið hér á eftir.
2. Að 6 mánaða frestur sá, sem um ræðir í 7. grein varnarsamningsins, hefjist
þegar önnur ríkisstjórnin tilkynnir hinni þar um.
3. AS fastanefnd kynni sér varnarþarfir með hliðsjón af ástandi í alþjóðamál-
um og geri tillögur til ríkisstjórnanna um hverjar ráðstafanir gera skuli í
þessum efnum.“
I samræmi við þetta var ákveðið milli þessara aðila að koma á fót „fasta-
nefnd í varnarmálum íslands, er skipuð sé ekki fleirum en þremur ábyrgum
fulltrúum frá hvorri ríkisstjórn um sig,“ en hlutverk hennar átti að vera að
„ráðgast við og við um varnarþarfir íslands og Noröur-Atlantshafssvæðisins“.
Varðandi þessa nýju samninga gáfu ráðherrar Alþýðubandalagsins út yfir-
lýsingu. Þar segir:
„Við eigum engan þátt í orðalagi eða framsetningu þeirra orðsendinga, sem
milli rikisstjórnanna hafa farið um frestun á endurskoðun herverndarsamn-
ingsins samkvæmt ályktun Alþingis 28. marz síðastliöinn.
Við erum einnig andvígir þeim forsendum frestunar, sem þar eru greindar,
en töldum aðstæður ekki heppilegar nú til þess að tryggja samninga um brott-
för hersins.
En við vorum samþykkir því, að frestað yrði um nokkra mánuði samning-
um þeim, sem ráðgert var að hefjast skyldu 15. fyrra mánaðar um þessi mál.
Skipun fastanefndar þeirrar sem um getur í orðsendingunum erum við
hinsvegar andvígir og teljum hana Jjarflausa með öllu, Jjar sem hér er aðeins
um bráðabirgðafrestun að ræða, enda teljum við, að ekki komi til mála að
frestur Jiessi verði notaður til nýrra hernaðarframkvæmda.
Munum við samkvæmt þessu vinna að því að fljótlega verði hafin endur-
skoðun varnarsamningsins samkvæmt ályktun AlJjingis 28. marz 1956 — með
Jiað fyrir augum, að herinn fari af landi burt.“
Bréfaskipti milli stiórnarflokkanna um málið
1. nóvember 1957 skrifaði þingflokkur Alþýðubandalagsins hinum stjórnar-
flokkunum bréf, lýsti yfir Jjví áliti sínu „að nú sé tími lil kominn að hefja Jjeg-
ar samninga við Bandaríkjastjórn um endurskoöun samningsins frá 1951 með
Jjað fyrir augum að herinn hverfi úr landi“ og lagöi til að tilkynning um Jjað
300