Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 137

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 137
UMSAGNIR UM BÆKUR langt fram á 17. öld. Enn fremur gerir Jón grein fyrir helztu aðferðum og hjálpargögn- um til að greina aldur skinnbóka, og ætla ég að mörgum megi þykja það forvitnilegt. Þá er vikið að varðveizlu skinnbóka, háska þeim sem stafaði af vondum húsakynnum og slysum svo sem stórbrunum á kirkjum og klaustrum. Jón færir að því rök hve gíf- urleg tortíming handritanna hafi verið, þó að fyrst keyrði um þverbak á siðskipta- öld og fram á þá næstu. Auk þeirrar eyð- ingar sem stafaði beint og óbeint af sið- skiptunum urðu pappírsuppskriftirnar til þess að áhugi manna á skinnbókum dofn- aði, svo að hverri þeirri skinnbók var bráð- ur háski búinn sem skrifuð hafði verið upp á pappír. Þessum þætti lýkur með því að sögð er saga 20 merkra skinnbóka frá ýms- um öldum, og má af henni margan lærdóm draga um örlög íslenzkra handrita. Síðan rekur Jón útflutning handritanna frá Islandi, bæði fyrir og um daga Árna Magnússonar, svo og handritasöfnun á ís- landi og erlendis eftir daga hans. Loks er næsta fróðlegur þáttur um lestur handrita, erfiðleika á honum og ráð til úrbóta, svo og um notkun handrita við útgáfur á text- um. Þar er leikmönnum gefin nokkur inn- sýn í smiðju útgefanda, og væri vonandi að sumir létu sér af því skiljast að handrit eru annað og meira en safngripir, að því fer býsna fjarri að þau hafi enn verið notuð sem skyldi, og að fræðileg útgáfa þeirra og hagnýting krefst mikillar vinnu margra manna og mikils tilkostnaðar. Að lokum fer Jón nokkrum orðum um ljósprentanir hand- rita og þær nýjungar í tækni við lestur og ljósmyndun sem orðið hafa á síðustu árum; er sýnt í bókinni dæmi þess hverjum undr- um útfjólublátt ljós fær áorkað, og er þð prentmyndin hvergi nærri eins skýr og ljós- myndin sjálf getur orðið bezt. Enn er þess ógetið scm er ekki lítill kost- ur á þessari bók, en það eru myndir þær úr handritum sem henni fylgja. í bókinni eru 24 heilsíðumyndir úr handritum (auk sýnishornsins af Ijósmyndatækninni), og eru 8 þeirra í litum. Myndirnar eru ljósprent- aðar í vinnustofu þeirri sem ljósprentað hefur handritaútgáfur Einars Munksgaards í Kaupmannahöfn, og er prýðilega frá þeim gengið, nema að litirnir á litmyndunum eru naumast nógu eðlilegir, en það vill löng- um brenna við um litmyndir úr íslenzkum handritum. Það er eins og Ijósmyndatækn- inni takist ekki enn að ná hinum sérkenni- lega brúna lit íslenzkra skinnbóka; hann verður venjulega of rauður. En allt um það fá íslenzkir lesendur hér í hendur í fyrsta sinn allmörg og vel gerð sýnishorn af íslenzkri bókaskrift frá því um 1200 fram á 18. öld. Auk mynda úr nokkr- um frægustu skinnbókum er hér til dæmis sýnishom úr elzta frumriti höfundar sem vitað er að varðveitzt hafi á íslandi: úr Lögmannsannál eftir sr. Einar Hafliðason. Enn fremur eru þarna sýnishom af rit- höndum nokkurra kunnra skrifara og fræðimanna á síðari öldum: Gríms Skúla- sonar, Jóns Gissurarsonar, Ketils Jörunds- sonar, Brynjólfs biskups og Áma Magnús- sonar. Andspænis hverri mynd em skýring- ar Jóns, gagnorðar en stórfróðlegar. Það bregzt ekki að þar er í furðulega fáum orð- um sagt eitthvað sem skiptir vemlegu máli og stundum bmgðið upp ljósi sem gefur sýn langt aftur í aldir. 011 er bókin krydduð snjöllum setningum og hnyttilegum, stundum fjúka hnútur í hálfkæringi, t. d. segir í kaflanum um staf- setningu fornra handrita: „hefðu því 13du aldar menn getað numið þarfan vísdóm af skólabömum 20ustu aldar, sem kennt er að gera mun á að iSrast og að haja iSrazt“, eða þegar höfundur talar um þá „ráðstöfun for- laganna að í þeim stað (þ. e. Reykjavík) skuli jafnan aðhyllzt sú málvenja sem sízt sé til eftirbreytni“; eða þegar hann fær 311
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.