Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 139

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 139
UMSAGNIR UM BÆKUR lífi,“ segir Pálmi á einum stað, og þessi stutta tilvitnun varpar ótrúlega björtu Ijósi á hugðarefni mannsins og hæfileika. Ferða- maður af lífi og sál, náttúrufræðingur og náttúruskoðari að menntun og eðli, mælir á þróttmiklu máli, ritar tiginn stíl. Hér má svo bæta við ást hans á landinu, sem oft nálgast tilbeiðslu, skilning hans á þjóðar- sögunni, einktim kjörum þeirra, sem byggðu landið, þegar kaldast blés — og þá er stiklað á undirstöðusteinum þessara rit- gerða. Höfundurinn kemur víða við, er fjölfróður og kann á mörgu skil, en hann er alltaf tvennt, um hvað sem hann ræðir: íslendingur og náttúrufræðingur. Hann sér eiginlega allt í jörðu og á með augum þeirra beggja. Þess vegna varð Jónas Hall- grímsson líka eftirlæti hans meðal skálda. Ekki verður hjá því komizt að vekja sérstaka athygli á erindunum um Móðu- harðindin. Þau eru svo lifandi Islandssaga og svo lystilegur skáldskapur í senn, að leita þarf þess með logandi Ijósi í bókmenntun- um, er að jöfnu verði lagt. „Loks kom sum- arið. — ísinn lónaði frá landi og sólbráðin sleit göt á fannaþiljumar. En þá var ægilegt um að litast á landi hér. Fáeinar hálfreisa horskjátur skjögruðu eftir rindunum, sem komnir voru undan snjó, og allt í kring um bæina lágu hálfúldin hræ af hrossum og sauðfé. En úti á vegunum eru flokkar á för, fá- mennir flokkar karla, kvenna og barna, og hver ber sinn pinkil, hver sinn kross.“ Heyra menn ekki klukku landsins hringja í þessum setningum? Pálmi Hannesson var sterkur og hug- þekkur persónuleiki. Flestum, sem höfðu af honum kynni, mun svo fara við lestur þessara bóka, að þegar höfundurinn fer þar á kostum, rís hann upp af blöðunum og talar til lesandans líkt og forðum, ýmist sem útvarpsfyrirlesari, kennari eða ferða- félagi. Einnig þeir, sem aldrei sáu hann eða heyrðu, munu á ókomnum árum finna sér skemmtan og andlega hollustu í rit- verkum hans. Þórarínn Guðnason. Krístinn Pétursson: Teningum kastað Keflavík 1958. Skáldið er þannig í sveit sett, að það hef- ur viðurstyggð herbröltsins daglega fyr- ir augum. Afleiðingin verður sú, að gegnum flest þessi ljóð þrengir sér dynur þrýsti- loftsflugvéla, og yfir þeim grúfir óttinn við vetnissprengjuna og nýtt Básendaflóð, sýnu meira hinu fyrra. En hóf er bezt. Ekkert yrkisefni, hversu aðkallandi sem það er, þolir að á því sé stagazt sýknt og heilagt; engan hollan boðskap má endurtaka svo mjög, að hætta sé á útþynningu. Hér kemur einnig fleira til. Höfundurinn grípur stund- um til ódýrra meðala, svo sem að skrifa vestur með w, en mun trauðla uppskera þau áhrif sem hann ætlast til. I sumum þessara baráttukvæða nær hann býsna föstum tökum á efninu, t. d. í „Full- komnað?“, „Kalt lífsstríð“ og „Básendar", en í því er þetta erindi: „Var það í gær, sem vikið heimti og svínbatt vorskipið þráða, lestað náðarkomi? Göngum við ennþá gegnum Hlið eitt syðra, greyjaðir menn, að vinna Handelinu? Skilar minn gamli skagi lífs á foldu skepnunni allri að loknu meira flóði ?“ Kristinn leikur sér oft skrýtilega með form og uppsetningu kvæða á pappírinn. Mér finnst það sjaldnast fara vel, og þó er litla kvæðið um rjúpuna hreint ekki slor- legt. En svo er líka kvæði, sem heitir „Píl- ur“, í tólf köflum. Sumir þeirra em þannig, að þótt ég gerði ekki annað langa ævi en velta þeim fyrir mér, yrði ég engu nær. Hið 313
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.