Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 139
UMSAGNIR UM BÆKUR
lífi,“ segir Pálmi á einum stað, og þessi
stutta tilvitnun varpar ótrúlega björtu Ijósi
á hugðarefni mannsins og hæfileika. Ferða-
maður af lífi og sál, náttúrufræðingur og
náttúruskoðari að menntun og eðli, mælir
á þróttmiklu máli, ritar tiginn stíl. Hér má
svo bæta við ást hans á landinu, sem oft
nálgast tilbeiðslu, skilning hans á þjóðar-
sögunni, einktim kjörum þeirra, sem byggðu
landið, þegar kaldast blés — og þá er
stiklað á undirstöðusteinum þessara rit-
gerða. Höfundurinn kemur víða við, er
fjölfróður og kann á mörgu skil, en hann
er alltaf tvennt, um hvað sem hann ræðir:
íslendingur og náttúrufræðingur. Hann
sér eiginlega allt í jörðu og á með augum
þeirra beggja. Þess vegna varð Jónas Hall-
grímsson líka eftirlæti hans meðal skálda.
Ekki verður hjá því komizt að vekja
sérstaka athygli á erindunum um Móðu-
harðindin. Þau eru svo lifandi Islandssaga
og svo lystilegur skáldskapur í senn, að leita
þarf þess með logandi Ijósi í bókmenntun-
um, er að jöfnu verði lagt. „Loks kom sum-
arið. — ísinn lónaði frá landi og sólbráðin
sleit göt á fannaþiljumar. En þá var ægilegt
um að litast á landi hér. Fáeinar hálfreisa
horskjátur skjögruðu eftir rindunum, sem
komnir voru undan snjó, og allt í kring um
bæina lágu hálfúldin hræ af hrossum og
sauðfé.
En úti á vegunum eru flokkar á för, fá-
mennir flokkar karla, kvenna og barna, og
hver ber sinn pinkil, hver sinn kross.“
Heyra menn ekki klukku landsins hringja
í þessum setningum?
Pálmi Hannesson var sterkur og hug-
þekkur persónuleiki. Flestum, sem höfðu
af honum kynni, mun svo fara við lestur
þessara bóka, að þegar höfundurinn fer þar
á kostum, rís hann upp af blöðunum og
talar til lesandans líkt og forðum, ýmist
sem útvarpsfyrirlesari, kennari eða ferða-
félagi. Einnig þeir, sem aldrei sáu hann
eða heyrðu, munu á ókomnum árum finna
sér skemmtan og andlega hollustu í rit-
verkum hans.
Þórarínn Guðnason.
Krístinn Pétursson:
Teningum kastað
Keflavík 1958.
Skáldið er þannig í sveit sett, að það hef-
ur viðurstyggð herbröltsins daglega fyr-
ir augum. Afleiðingin verður sú, að gegnum
flest þessi ljóð þrengir sér dynur þrýsti-
loftsflugvéla, og yfir þeim grúfir óttinn við
vetnissprengjuna og nýtt Básendaflóð, sýnu
meira hinu fyrra. En hóf er bezt. Ekkert
yrkisefni, hversu aðkallandi sem það er,
þolir að á því sé stagazt sýknt og heilagt;
engan hollan boðskap má endurtaka svo
mjög, að hætta sé á útþynningu. Hér kemur
einnig fleira til. Höfundurinn grípur stund-
um til ódýrra meðala, svo sem að skrifa
vestur með w, en mun trauðla uppskera
þau áhrif sem hann ætlast til.
I sumum þessara baráttukvæða nær hann
býsna föstum tökum á efninu, t. d. í „Full-
komnað?“, „Kalt lífsstríð“ og „Básendar",
en í því er þetta erindi:
„Var það í gær, sem vikið heimti og svínbatt
vorskipið þráða, lestað náðarkomi?
Göngum við ennþá gegnum Hlið eitt syðra,
greyjaðir menn, að vinna Handelinu?
Skilar minn gamli skagi lífs á foldu
skepnunni allri að loknu meira flóði ?“
Kristinn leikur sér oft skrýtilega með
form og uppsetningu kvæða á pappírinn.
Mér finnst það sjaldnast fara vel, og þó er
litla kvæðið um rjúpuna hreint ekki slor-
legt. En svo er líka kvæði, sem heitir „Píl-
ur“, í tólf köflum. Sumir þeirra em þannig,
að þótt ég gerði ekki annað langa ævi en
velta þeim fyrir mér, yrði ég engu nær. Hið
313