Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 140

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 140
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR klassíska heróp skáldanna „Mitt er að yrkja, ykkar að skil ja“ leggnr okkur stund- um þyngri byrði á herðar en við fáum risið undir. En ekki væri sanngjarnt að demba yfir Kristin Pétursson ræðunni, sem leggja mætti út af þeim texta. Þrátt fyrir allt og allt er skáldi Suður- nesja ekki enn með öllu varnað þess að grípa í bjartan streng. Til hans heyrist í nokkrum kvæðum þessarar bókar, og eitt þeirra byrjar á bls. 8. Það er reglulega gott kvæði og á vafalaust líf fyrir höndum. Þórarinn Guðnason. SigurSur A. Magnússon: Krotað í sand Ljóð. Helgafell 1958. F hverju yrkja menn Ijóð? Sumir af köllun, aðrir fikti. Hvernig á Ijóð að vera? Skiptir ekki máli, en það er eitt, sem ljóð verður að gera. Það verður að hitta lesandann. Tilefni þessara hugleiðinga er nýútkomin bók eftir Sigurð A. Magnússon. Ég er hræddur um, að flestum kvæðum hennar reynist torvelt að vekja á sér athygli, og er slíkt að vísu engin ný bóla, jafnvel ekki þegar í hlut eiga höfundar, sem gefið hafa út fleiri bækur en eina. En ástæðan virðist að þessu sinni liggja í augum uppi venju fremur. Sigurður er ekki köllunarskáld. Hann fiktar við ljóðagerð, gerir tilraunir, meira að segja mjög virðingarverðar á köfl- um, en bregzt oftast nær bogalistin. Höfundur þessara Ijóða hefir áður sýnt í orði, og áréttar það nú í verki, að nýtízkir ljóðasmiðir eða formbyltingarmenn, eins og þeir kjósa að heita, eru hans menn og hann þeirra. Þó hregður hann fyrir sig gömlum formum og ekki ólaglega, en einhvernveginn verða þau í meðferð hans að endurómi frá öðrum skáldum: „Mig langar að muna og vikna en lundin er köld. Ég sit bara og hlusta þögull á söngvana í kvöld.“ Einnig þar sem skór formsins ætti síður að kreppa, verður endurómurinn stundum áleitinn: „I svölum þeynum silfruð slóð mánans um þveran fjörðinn." Ekki alls fyrir löngu var svipuð hugsun orðuð á þessa leið: „Geislaföl er tunglharpan strengd yfir unn.“ Já, það er vandi að vera frumlegur og hægara um að tala en í að komast að yrkja kvæði, sem hitti lesandann beint í ennið — eða hjartað, ef menn vilja það heldur. Síðasti hluti bókarinnar er þýðingar. Sumar eru rétt þekkilegar aflestrar, en aðr- ar hryllilegt reiðingstorf, þar á meðal Óður til Walt Whitmans eftir Garcia Lorca. Ég hef þrælazt gegnum þá langloku á tveim tungumálum og hvorki fundið sporð né haus. Þetta spánska skáld kom inn í ís- lenzkar bókmenntir með þeim öfundsverða liætti að vera höfundur vögguþulunnar um hestinn úti í ánni. Raunar hef ég aldrei verið í tölu þeirra, sem sjá ekki sólina fyrir ]jví kvæði, en verðugra framhald hefði hann sannarlega átt skilið. Ekki verður annað séð en að hinn þýzki þýðandi Óðsins og sá íslenzki hafi í flestum atriðum komizt að svipaðri niðurstöðu, og þó ... „so die verweibten Mánner da in ihren Wagen auf Terrassen haben, derweil der Wind sie an des Schreckens Ecken peitscht,“ verður á íslenzku „sem kynvillingarnir hafa í vögnum og á stéttum kaffihúsa meðan máninn pískar þá við horn óttans.“ 314
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.