Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 142
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þurrkinn og uppreisnina. Og loks þegar
uppskeran er komin í hús koma kaupmenn-
irnir til skjalanna og skammta fólkinu verð-
ið eftir eigin geðþótta. I öðrum sögum eru
önnur viðfangsefni, árásir Japana á Sjang-
liaj, upplausn og öryggisleysi hinna viðsjár-
verðu tíma og margt fólk kemur þar við
sögu. Þá er ein sagan þverskurður af starfs-
fólkinu í opinberri skrifstofu. Sagan Nef-
stór er skemmtileg saga af útigangsdreng
og hvernig hann með seiglu og smáhrekkj-
um dregur fram lífið í þeirri eymd og niður-
lægingu sem milljónahorgin hafði upp á að
bjóða fátækum og fyrirsvarslausum.
Hd. St.
Kamala Markandaya:
Á ódáinsakri
Einar Bragi Sigurðsson íslenzk-
aði. Heimskringla 1958.
Höfunduií þessarar skáldsögu er ung
indversk kona. Hún byrjaði rithöfund-
arferil sinn á því að skrifa fyrir blöð. A
þeim árum kynntist hún kjörum öreigastétt-
anna í landi sínu, í sveitaþorpum og í verk-
smiðjum borganna. Þessi kynning hefur
orðið henni sú reynsla sem knúði hana til
að skrifa þessa sögu, því sjálf á hún til auð-
ugra að telja.
Sagan er í sjálfsævisöguformi. Ung kona
giftist bónda og þau fara að búa á leigu-
jörð. Húsnæðið er leirkofi með stráþaki og
búsáhöld eftir því. En þrátt fyrir alla fátækt
vinnuþrældóm og veikindi eru þau ham-
ingjusöm. Böm þeirra eru mannvænleg, og
þó regnið eyðileggi uppskeruna og þau
hungri heilu hungri og eldingar skemmi
leirkofann örvænta þau ekki. Manni finnst
þetta örsnauða fólk sýna næstum ofurmann-
lega stillingu og þol í raunum sínum. Það á
ekkert annað en vinnuafl sitt og þegar upp-
skeran bregzt verður sá fjársjóður í einu
vetfangi að engu og ekkert er fyrir hendi
annað en svelta þangað til jörðin gefur
þessum börnum sínum aftur gróður sinn.
Allt er svo frumstætt. Engar stofnanir til
sem líkna hungrandi og deyjandi manneskj-
um. Þær verða með þverrandi fjöri að heyja
lífsbaráttuna við náttúruöfl og gróðafíkn
landeigendanna.
Sútunarverksmiðja er reist í þorpinu, hún
veitir að vísu mörgum mönnum atvinnu, en
hún kemur líka af stað árekstrum. Þegar
verkamennirnir krefjast hærri launa eru
þeir reknir og nóga aðra er hægt að fá í
staðinn. Engin samtök verkamanna til að
tryggja þeim sigur sem berjast fyrir bættum
kjörum. Og í þessum átökum lætur einn
sonur þeirra lífið. Dóttir þeirra er send
þeim aftur af manni sínum af því hún fæðir
honum ekki sonu. Og sparifé þeirra er stol-
ið.
Þannig er nóg um einkavandamál þessar-
ar fjölskyldu auk þeirra mála sem sameigin-
leg eru þessum öreigalýð. Og að lokum
kemur svo endahnúturinn á þessa harm-
sögu, þau eru rekin af jörðinni. Eigandinn
getur selt hana hagstæðu verði, þau verða
að víkja.
Allslaus leggja þau af stað til borgarinn-
ar til að flýja á náðir sonar síns. En hann er
þá horfinn, enginn veit hvert. í musterinu,
sem er hinn eini staður þar sem hungraðir
öreigar fá gefins nokkur hrísgrjón til að
seðja hungrið og að liggja á gólfinu, er stol-
ið þeim fáu skildingum sem þau eiga. Þau
eru strönduð hér og komast ekki heim aftur
vegna peningaleysis.
Eitt úrræði er eftir fyrir þessi sveitahjón
sem kunna ekki neitt af störfum borgarinn-
ar: grjótnámið. Þar reyna þau að aura sér
saman fyrir ferðinni heim aftur og holds-
veikur drengur leggur þeim lið með þekk-
ingu sinni á þessum hlutum. En þetta verð-
ur manninum ofraun, hann deyr úr skorti og
sjúkdómi.
316