Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 143

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 143
UMSAGNIR UM BÆKUR Loks heldur hún heimleiðis og tekur með sér holdsveika drenginn, hún getur ekki fengið af sér að skiljast við hann. Og þegar heim kemur taka sonur hennar og dóttir, sem sjálf berjast í bökkum, við þeim báð- um opnum örmum. Þetta er ekki nema lauslegt ágrip af nokkrum þáttum sögunnar og gefur enga hugmynd um frásagnarhátt hennar. En yfir henni allri er æðrulaus rósemi og ynnileiki, töfrar einfaldleika og samúð með þessu hág- stadda fólki. Látleysi höfundar í stíl tjáir ekki síður lesandanum hver vandamál eru hér á ferð en þó hærra væri hrópað og beiskari ásökunum beitt. Það eru orð og hugblær hinnar sönnu konu sem smjúga inn í hugskot lesendans. Mannlýsingarnar eru eftirminnilegar og öll frásögn hófleg og raunsæ. Það er engin furða þó bók þessi hafi fengið góðar viðtökur alstaðar þar sem hún hefur verið gefin út, en hún hefur verið þýdd á margar tungur. Islenzka þýðingin er vel gerð. Mál og menning, eða Heimskringla, hefur á undanförnum árum gefið út í þýðingum ekki allfáar bækur sem ritaðar hafa verið með þjóðum sem íslenzkum lesendum eru minna kunnar en ýmsar aðrar þjóðir í nær- liggjandi iöndum. Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt að kynnast þessum framandi bókmenntum og lesa um lífið í fjarlægum löndum, sem að mörgu er frábrugðið því er við þekkjum bezt. Það er því ekki alveg ástæðulaust að rifja upp þessar bækur, það mun að vísu á sínum tíma eitthvað hafa verið skrifað um þær svo þetta verður enginn ritdómur, að- eins upptalning til leiðbeiningar fyrir þá sem þær hafa farið framhjá þegar þær voru gefnar út. Auk þessara þriggja bóka, sem stuttlega hefur verið getið hér á undan, kom út smá- sagnasafn eftir kínverska rithöfundinn Lú Hsun, Mannabörn. Snilldarlegar sögur sem opna íslenzkum lesanda ókunnan heim. Ást- in og dauðinn við hajið eftir Jorge Amado, saga frá Brasilíu um fiskimenn og smyglara, skemmtileg og ágætlega rituð. Berfœtlingar eftir 7. Stancu, fyrri hluti. Bók sem hvar- vetna hefur hlotið mikið lof, þrungin ósviknu lífi og frásagnarsnilld. K. S. Stanis- lavskí: Líf í listum. Sjálfsævisaga hins heimskunna leikstjóra. Þá má nefna hetju- sögurnar Saga af sönnum manni eftir Boris Pólevoj og Hetjuraun eftir N. Ostrovskí, báðar ágætar skáldsögur byggðar á sönnum atburðum um nærri ofurmannlegt viljaþrek manna til að skila fullu dagsverki í Hfinu þó þeir hefðu fatlazt svo að hver maður taldi þá aumingja. Lífið bíður eftir P. Pav- lenko og Vinur skógarins eftir Leonid Leo- nov, líka sovézkar skáldsögur sem þýddar hafa verið á mörg mál og hlotið lofsamlega dóma. Einnig Vegurinn til lífsins eftir A. S. Makarenkó. Frámunalega hugðnæm og skemmtileg frásögn um hæli flökkubarna, en höfundur er uppeldisfræðingur og skipu- lagði slíkar stofnanir eftir byltinguna. Og hér mætti minnast á Ljós yfir norðurslóð eftir T. Semúsjkín þó hún sé eldri, en hún er líka eftir uppeldisfræðing sem var skóla- stjóri í Tjúkotku sem er á norðaustasta tanga Asíu. Ég lýk þessari upptalningu með því að minna á Jörð í Afríku eftir dönsku skáldkonuna Karen Blixen sem um eitt skeið ræktaði kaffi í landi Kíkújúbúa og skrifaði á eftir þessa dásamlegu bók. Hd. St. 317
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.