Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 146

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 146
Mál og menning FÉLAGS ÚTGÁFAN Við þurfum ekki yfir því að kvarta að við lifum á stöðnunartímum, hinsvegar þykir okk- ur nóg um hve allt er ótryggt og á fleygiferð. Það er ekki auðvelt að leggja fastan grundvöll að neinu sem háð er efnahagssveiflum þjóðfélagsins, og þá hvað sízt bókaútgáfu. Félög með föstu árgjaldi eru í rauninni ekki starfhæf lengur. Hækkun sem ákveðin er f árshyrjun verður lítils virði í árslok. Árgjald Máls og menningar, 150 krónur, sem staðið hefur síðustu tvö ár, er nú einnar bókar verð, og ekkert tímarit sem að gagni kemur er lengur hægt að gefa út fyrir lægra áskriftargjald. Þarf ekki annað en nefna að þessi síð- ustu tvö ár hefur bókapappír hækkað um 66% til að sjá í hverjar ógöngur bókafélag hlýtur að komast með fast árgjald, nema það njóti þá hárra styrkja og starfi á óheilbrigðum grundvelli. Fyrir árgjald sitt hefur Mál og menning gefið út dýrar bækur eins og Hand- ritaspjall og æfisögu Þorsteins Erlingssonar og tímarit sem svarar árlega myndarlegri bók og hlýtur þó einatt að verða miklu kostnaðarsamara. Þessu getur ekki haldið áfram, nema auka skuldasöfnun. Það verður að gera eitt af tvennu, að minnka útgáfuna, sem innifalin sé í árgjaldsverðinu, eða hækka verulega árgjaldið, og hvað kemur það lengi að gagni? Er nokkur leið eftir önnur en ákveða söluverð hverrar bókar um leið og hún fer á markað- inn? BÓKAFLOKKURINN Fyrir nokkrum ártim, þegar margir útgefendur drógu saman seglin, fór Mál og menning í sókn og tók upp nýjan hátt á útgáfu sinni í því skyni að gera hana fjölbreyttari og gefa félagsmönnum kost á frjálsu vali um allmargar bækur árlega á sem lægstu verði. Þá var stofnaður Bókaflokkur Máls og menningar, og hafa önnur félög síðan tekið þá aðferð upp. Þessi bókaflokkur hefur nú komið út sjö ár og verið alls gefnar út í honum 58 bækur, 34 eftir íslenzka höfunda og 24 þýddar, og er þar margt ágætra bóka og safnið í heild eigu- legt. Af íslenzku bókunum eru 20 skáldrit, sögur og 1 jóð, en 14 fræðirit, flest sagnfræðilegs efnis. Þýddu hækurnar skiptast í 16 skáldrit, sögur ljóð og leikrit, og 8 fræðirit, ferðasög- ur og æviminningar, en eftir löndum skiptast þær þannig: 5 enskar, 2 franskar, 5 rússnesk- ar, 2 þýzkar, 1 amerísk, 1 dönsk, 1 írsk, 1 sænsk, 2 kínverskar, 1 indversk og að auki 3 Ijóðasöfn með kvæðum víðsvegar að. Útgáfa bókaflokksins hefur haft ýmsa kosti, hún hefur verið öruggari en útgáfa ein- stakra bóka, tryggt sölu á allhærra upplagi, enda verðið lágt. Hinsvegar hefur hún líka haft galla í för með, verðlagið verið allflókið, misjafnt eftir því hve margar bækur menn völdu sér, og of margar hækur fylgzt að til þess menn gætu áttað sig á þeim. Er því efst á baugi hjá stjóm félagsins að hætta útgáfu bókaflokksins og breyta enn til eða jafnvel minnka útgáfu. Þeir sjö árgangar sem komnir em hafa verið skemmtilegur þáttur í útgáfu félagsins. Við vitum að ýmsir munu sakna bókaflokkanna, en þá er að gleðjast yfir öðru nýju sem kann að koma. Kr E 4 320
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.