Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 73
M. í. STÉBLIN-KAMÉNSKÍJ Þáttur dróttkvæða í heimsbókmenntunum Prófessor Míhaíl ívanovitsj Stéblín—Kaménskíj — er sig kallar á íslenzku Mikjál Jónsson — í Leníngrad er Islendingum að góðu kunnur fyrir störf sín í þágu íslenzkra fræða og kynningu á þeim í Sovétríkjunum. Hann kom hingað í sovézkri sendinefnd s.l. haust og sendi síðan Tímaritinu eftirfar- andi grein. kki er neinum vafa bundið að aðaleinkenni skáldskapar, innri bygging bans, er breytilegt eftir því hvort sá er setur hann saman lítur á sig sem höfund hans, í hversu miklum mæli hann gerir það, og þar með hversu mikið sköpunarfrelsi hann hefur um form og efnismeðferð. Einnig er það efalaust að í sögu mannkynsins hefur verið tímabil þegar til var bókmenntastarfsemi, þótt iðkendur hennar hafi ekki litið á sig sem höfunda, það er meðan þetta voru þjóðfræði (folklore), en ekki bókmenntir í venjulegri merkingu orðsins. Stökkið frá ópersónulegri bókmenntaerfð til meðvitaðrar höfundarstarfsemi er eitt stærsta skrefið í sögu mannanna. Það tryggði mannkyninu stórmikla möguleika til skáldskapariðkunar og stóraukið höfundarfrelsi. Og hvernig var þetta skref stigið? Hvernig lærðist manninum að líta á sjálfan sig sem höfund bókmenntaverks ? Mjög erfitt er að leysa úr þessari spurningu, af því að þetta skref var stigið á tímabili sem vér vitum í rauninni ekki neitt um. Þó að þjóðfræði og bók- menntir lifi samtímis í einhverju mannfélagi og iðkendum þjóðfræða skiljist vegna áhrifa frá bókmenntum að þeir sem einstaklingar eru höfundar, þá gefur það jafn litla bendingu og þegar erlend menning kennir einhverri þjóð að einstaklingurinn er höfundur. En þetta gerist til dæmis í öllum miðaldabók- menntum Evrópu; þær koma inn á sjónarsvið vort í rituðu formi, sem er til komið fyrir áhrif eldri og æðri menningar. Vitanlega er í hvorugu tilvikinu um það að ræða að haldin sé sama braut og mannkynið hefur áður troðið. heldur slær þar saman tveim neistum. Þegar gamaldags mannfélag lendir und- ir áhrif forystumenningar, þá endurtekur það ekki alla áfanga þróunarinnar. 1 því samfélagi einu sem kynni ekki að skrifa og hefði engum ytri áhrifum 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.