Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 13
OPIN LEIÐ? ofmælt að segja að leið þess hafi lok- ast, því hæfileikamönnum, og þeir eru ekki fáir í þessum hópi, tekst ávallt að brjóta sér veg þó þeir miðli öðrum litlu. Leikni margra þessara höfunda í samningu dreg ég ekki í efa. íslenzkir hagyrðingar kunna líka að setja saman löng vel rímuð kvæði, gallalítil frá yfirborðslegu sjónarmiði formhefðarinnar, án þess að segja í raun og veru nokkurn hlut. Stundum eru þessi leikrit glæsilegur rammi um enga mynd. Nýlega sá ég til dæmis í Þjóðleik- húsinu Hjónaspil Thorntons Wilders. Viðamikil skrauttjöld útlenda manns- ins komu heim við þá stefnu Þjóðleik- hússins að leggja áherslu á það sem er talið fagurt, þeas. hið yfirborðs- kennda. Leikritið fjallar um efni sem hefur verið lengi vinsælt í stofum góðborgaranna, peninga og hjóna- band. í sumum húsum, og ekki þeim slorlegri, eru þetta áreiðanlega hinstu rökin. Einhverjir hafa því getað speglað sig þarna í lágkúru sjálfs sín. En lágkúran er með skrauthatt og slifsi, svo mönnum hefur tæplega hnykkt. Það er furðulegt að heyra Moliére nefndan í sambandi við brellur þessa leiks. Moliére notaði brellurnar yfir- leitt til að koma öðru á framfæri, einsog Chaplin, einsog allir góðir gamanleikahöfundar, einsog Ionesco (leikrit hans mundu þarfnast annars nafns). Brellurnar í gamansömum milliköflum Shakespeares lýsa upp kjör persónanna. Herra Puntila í sam- nefndu leikriti Brechts hneppir frakk- anum skakkt að sér, þannig að efsti hnappurinn gengur af, þá slítur hann hnappinn af í bræði sínu: þessi brella segir ekki lítið í einfaldleik sínum um Puntilu og hans nóta! Ég fékk ekki betur séð en brellurnar í leikriti Wild- ers væru tómar einsog blásin egg. Ég skil ekki að þessi alburðarás (og hér er atburðarásin mikið atriði) geti snert nokkurn mann ... Stoltur nag- andi sviði ástarinnar er hnoðaður upp, úr ofni herra Wilders kemur froða með glassúr. Og enginn vandi að kyngja. Og enginn vandi að melta. Gagnrýnendurnir munu segja að leikritið sé prýðis vel byggt. Mér flaug í hug það sem Artaud segir í áður nefndri bók: „Sögur um peninga, áhyggjur um peninga, menn sem koma sér áfram, ástarkvalir sem ósérplægnin hefur ekki spillt, kyn- ferðismál sykruð ástleitni sem hefur misst leyndardóminn eru óskyld leik- húsi, enda þó þau heyri til sálar- fræði.“ (Bls. 77). Á tímum hagsældar er án efa auð- veldara að segja já en nei. Á tímum sérhæfingar er án efa auðveldara að sérhæfa sig en leggja stund á mann- leg fræði. Á tímum lýðskrums er án efa auðveldara að eignast bíl en að hafa sannfæringu. Fólkið sækir þang- 155
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.