Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Barði hefur komizt svo skarplega að
orði.
I grískum og latneskum sagnaritum
frá fyrri hluta miðalda er minnzt á
germanskan þjóðflokk, sem kallaðist
Herúlar.0 Samkvæmt sumum heimild-
um voru það Danir, sem hröktu þenn-
an þjóðflokk suður á bóginn, og síðan
verður hans vart í ýmsum hlutum
Evrópu, unz hann hverfur aftur til
Skandinavíu snemma á 6. öld. Barði
Guðmundsson telur, að kjarninn í ís-
lenzkum landnámsmönnum sé runn-
inn frá þessum þjóðstofni. Hann
bendir í sambandi við för þeirra til
Norðurlanda á frásögn Snorra Sturlu.
sonar af för Oðins og manna hans frá
Svartahafi til Svíþjóðar, en sam-
kvæmt gríska sagnaritaranum Prókó-
píusi settust Herúlar að í námunda
við Gauta, þegar þeir fluttust norður
aftur. Kenning þessi er mjög athyglis-
verð, og raunar má færa að henni
fleiri rök en Barði hefur gert í ril-
gerðum sínum.
Prókópíus getur þess um Herúla,
að þeir hafi haft þann undarlega og
einstæða sið, að gömlum og sjúkum
mönnuin var ekki unnt lífs, heldur
urðu þeir þá að leita til ættingja sinna
og biðja þá að binda enda á ævi
þeirra. Ættingjarnir létu þá reisa
mikinn hálköst, og síðan fengu þeir
mann, sem var óskyldur hinum aldr-
aða eða sjúka manni, til að stinga
hann með spjóti. Þegar það hafði
verið gert, var kveikt í kestinum og
hinn fordæmdi maður var brenndur.
Þessi siður kemur merkilega vel heim
við frásögn Snorra: Oðinn varð sótt-
dauður í Svíþjóð. Og er hann var
kominn að dauða, lét hann marka sig
geirsoddi og eignaði sér alla vopn-
dauða menn. Um Njörð segir Snorri
svipað: Njörður varð sóttdauður. Lét
hann marka sig Óðni, áður hann dó.
Svíar brenndu hann og grétu allmjög
yjir leiði lians. Þessi siður, að aldrað-
ir menn og sjúkir séu særðir spjóti og
síðan brenndir, mun vera einstæður
með Herúlum, og bendir það mjög
til þess, að Snorri hafi hér stuðzt við
fornar arfsagnir af þessum þjóðflokki.
Slíkt eru að sjálfsögðu einnig mikil-
væg rök fyrir þeirri kenningu, að Is-
lendingar séu af Herúlum komnir.
Hinir fornu sagnaritarar geta þess
sérstaklega um Herúla, að konur lát-
inna manna hengdu sig að mönnum
sínum dauðum, því að ekki þótti
sama, að þær lifði eftir. Slíkur siður
minnir á frásögnina í Hervarar sögu
um konuna, sem var svo reið eftir fall
föður síns, að hún hengdi sig sjálf í
dísarsal.
I Ynglinga sögu segir Snorri, að
menn Óðins hafi gengið brynjulausir
og bitið í skjöldu sína, en þess er get-
ið um Herúla, að þeir hafi aldrei bor-
ið brynjur né hjálma, og hafi ekki
haft aðrar verjur en skjöldu.
Þegar frásagnir hinna fornu sagna-
ritara um afstöðu Herúla til konunga
sinna eru lesnar, hvarflar hugur
184