Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Barði hefur komizt svo skarplega að orði. I grískum og latneskum sagnaritum frá fyrri hluta miðalda er minnzt á germanskan þjóðflokk, sem kallaðist Herúlar.0 Samkvæmt sumum heimild- um voru það Danir, sem hröktu þenn- an þjóðflokk suður á bóginn, og síðan verður hans vart í ýmsum hlutum Evrópu, unz hann hverfur aftur til Skandinavíu snemma á 6. öld. Barði Guðmundsson telur, að kjarninn í ís- lenzkum landnámsmönnum sé runn- inn frá þessum þjóðstofni. Hann bendir í sambandi við för þeirra til Norðurlanda á frásögn Snorra Sturlu. sonar af för Oðins og manna hans frá Svartahafi til Svíþjóðar, en sam- kvæmt gríska sagnaritaranum Prókó- píusi settust Herúlar að í námunda við Gauta, þegar þeir fluttust norður aftur. Kenning þessi er mjög athyglis- verð, og raunar má færa að henni fleiri rök en Barði hefur gert í ril- gerðum sínum. Prókópíus getur þess um Herúla, að þeir hafi haft þann undarlega og einstæða sið, að gömlum og sjúkum mönnuin var ekki unnt lífs, heldur urðu þeir þá að leita til ættingja sinna og biðja þá að binda enda á ævi þeirra. Ættingjarnir létu þá reisa mikinn hálköst, og síðan fengu þeir mann, sem var óskyldur hinum aldr- aða eða sjúka manni, til að stinga hann með spjóti. Þegar það hafði verið gert, var kveikt í kestinum og hinn fordæmdi maður var brenndur. Þessi siður kemur merkilega vel heim við frásögn Snorra: Oðinn varð sótt- dauður í Svíþjóð. Og er hann var kominn að dauða, lét hann marka sig geirsoddi og eignaði sér alla vopn- dauða menn. Um Njörð segir Snorri svipað: Njörður varð sóttdauður. Lét hann marka sig Óðni, áður hann dó. Svíar brenndu hann og grétu allmjög yjir leiði lians. Þessi siður, að aldrað- ir menn og sjúkir séu særðir spjóti og síðan brenndir, mun vera einstæður með Herúlum, og bendir það mjög til þess, að Snorri hafi hér stuðzt við fornar arfsagnir af þessum þjóðflokki. Slíkt eru að sjálfsögðu einnig mikil- væg rök fyrir þeirri kenningu, að Is- lendingar séu af Herúlum komnir. Hinir fornu sagnaritarar geta þess sérstaklega um Herúla, að konur lát- inna manna hengdu sig að mönnum sínum dauðum, því að ekki þótti sama, að þær lifði eftir. Slíkur siður minnir á frásögnina í Hervarar sögu um konuna, sem var svo reið eftir fall föður síns, að hún hengdi sig sjálf í dísarsal. I Ynglinga sögu segir Snorri, að menn Óðins hafi gengið brynjulausir og bitið í skjöldu sína, en þess er get- ið um Herúla, að þeir hafi aldrei bor- ið brynjur né hjálma, og hafi ekki haft aðrar verjur en skjöldu. Þegar frásagnir hinna fornu sagna- ritara um afstöðu Herúla til konunga sinna eru lesnar, hvarflar hugur 184
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.