Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR enn minna á orð norska sagnaritarans Þjóðreks á síðara hluta 12. aldar, en hann talar um fornan kveðskap ís- lendinga. Nú mun Þjóðrekur hafa notað heimildir, sem runnar voru frá kvæðum skálda Haralds konungs hár- fagra. En á 12. öld voru dróttkvæði svo útlend list í Noregi, að kvæði þeirra Þjóðólfs úr Hvini og Þorbjarn- ar hornklofa gátu einna helzt talizt til íslenzkra bókmennta. Því má nærri geta, að Þjóðrekur hefði látið norsk skáld njóta þjóðernis síns, ef hann hefði talið sannlegt, að hin fornu dróttkvæði væri norsk. Sennilegt má telja, að dróttkvæða- listin hafi ekki borizt til Noregs fyrr en á 8. öld, og því má aldrei gleyma, að hún hefur verið fárra manna eign. Er þá langeðlilegast að ætla, að hún hafi komið fyrst til Svíþjóðar með aðfluttum þjóðflokki (Herúlum), og með þeim hverfur hún síðan að mestu leyti til íslands, þótt örfá skáld hafi dvalizt áfram við hirð Haralds hár- fagra, sem virðist hafa lagt mikla alúð á að hafa skáld við hlið sér. Eft- ir daga Haralds eru dróttkvæði lítt stunduð af norskum skáldum, og hið helzta þeirra á 10. öld, Eyvindur skáldaspillir, var nátengdur íslenzk- um skáldbræðrum sínum. Eins og Barði Guðmundsson bend- ir á, sýna íslenzkar skáldaættir ýmis einkenni, sem virðast benda frá Nor- egi og til austur-norrænna þjóða. At- huganir hans um þessi efni eru sér- staklega merkilegt viðfangsefni. Þó myndi ég vilja bæta einu atriði við, sem Barði virðist leggja litla áherzlu á. Það er Oðinsdýrkun Islendinga. Að sjálfsögðu hafa menn af ýmsum germönskum þjóðflokkum dýrkað Óðin, en í Óðinsdýrkun íslendinga koma fram atriði, sem munu ekki vera kunn annars staðar frá. Goð- sagnirnar íslenzku um Óðin eru einn. ig mjög sérstæðar. Allt virðist því benda til þess, að íslendingar hafi numið Óðinstrú sína af einhverjum þjóðflokki, sem lítil áhrif hefur látið eftir sig á þessu sviði annars staðar. Hér að framan var minnzt á hið merkilega samræmi, sem er á milli frásagnar Ynglinga sögu um það, er Óðinn lét marka sig geirsoddi, áður hann dó, og hins vegar sams konar venju hjá Herúlum. Með íslendingum var Óðinn guð skáldskapar, en slíkt mun ekki koma fram annars staðar. Þó er hér um ævafornar hugmyndir að ræða. Frásagnir Snorra í Ynglinga sögu og Eddu um uppruna skáldskap- ar og kenningar í dróttkvæðum skáld- skap benda bæði til sérstöðu Óðins- dýrkunar á íslandi og einnig til varð- veizlu ævafornra hugmynda. í Háva- málum er Óðinn látinn hanga geiri undaður í tré. A það hefur oft verið bent, að hér geti verið um kristnar hugmyndir að ræða. En sé slíkt rétt talið, er örðugt að losna við þá hug- mynd, að slík kristin áhrif hafi borizt með Herúlum til Norðurlanda. 186
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.