Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 95

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 95
UMSAGNIR UM BÆKUR merkilegt má það kallast, að hún skuli vera talin írsk. Þegar greint er frá landnáms- mönnum, sem voru ekki írskir, getur Kjal- nesinga saga ekkert um þjóðerni þeirra. Hér kemur því svipað fram og í ýmsum öðr- um ritum frá þessu tímabili, að mikil á- herzla er lögð á írskan uppruna Islendinga. Ari fróði gengur hins vegar svo langt í því að telja Islendinga komna frá Noregi, að hann kallar Helga magra norrænan mann, þótt Helgi væri sænskur í aðra ættina og írskur í hina og fæddur og alinn upp í Suð- ureyjum og írlandi. Á dögum Ara stafaði Islendingum engin hætta af Norðmönnum, en þegar landið er komið undir Noregs- konung er farið að rifja betur upp allt það, sem benti frá Skandinavíu um uppruna ís- lendinga. Það má teija mjög vafasamt, að arfsagnir um írska frumbyggja Kjalarness hafi varð- veitzt þar unz sagan var rituð. Það er til að mynda eftirtektarvert, að írski dýrlingurinn Kolumkilli er ekki kallaður því nafni, sem írsk og íslenzk alþýða kölluðu hann. I Kjai- nesinga sögu (eins og í Sturlubók Land- námu) er hann kallaður hinu lærða nafni Kolumba, sem er auðsæilega tekið eftir rit- uðum heimildum. Svipuðu máli gegnir um nafn hins írska konungs Konofogurs. Það er ef til vill sótt til Olafs sögu helga. Nafn Búa og viðurnefni virðast vera sótt til tveggja manna, sem börðust gegn Noregs- konungum, þeirra Búa Vésetasonar og Þór- is hunds. Höfundi Kjalnesinga sögu hafa verið þeir menn mjög að skapi, sem hlíttu ekki boðum konunga og börðust gegn þeim. I sögunni andar köldu í garð höfð- ingja, og slíkt kemur oft fyrir í fomum ís- lenzkum sögum. Hermann Pálsson. Erlend tímarit TRÚ OG VÍSINDI Deilur um trú og vísindi voru um eitt skeið mjög á dagskrá og málin sótt af kappi á báða bóga. En nú um nokkurn tíma hefur minna borið á þessum deilum og þess gætt allmikið meðal vísindamanna að þeir hliðri sér hjá að ræða þessi mál og taka afstöðu til þeirra. Það getur því talizt til nokkurra tíðinda, að á hinu árlega þingi hins ameríska félags til eflingar vísindum í desember síðastliðnum var flutt erindi, þar sem tekin var mjög skorinorð afstaða í þessu gamla deilumáli. Erindi þetta flutti George Gaylord Simpson, prófessor í forn- dýrarannsóknum við Harvardháskóla og fjallaði það um þróunina. I brezka tímaritinu „The New Scientist" er efni þessa erindis rakið nokkuð, og er það sem hér fer á eftir tekið þaðan. „Gildi þróunarinnar,“ sagði prófessorinn, „er undir því komið hve langt þróunin nær. Nær hún frá hinum ólífræna heimi til hins lífræna, og nær hún frá óæðri dýrum til mannsins?" Eitt af því sem Charles Darwin gerði til að þóknast gagnrýnendum sínum var að setja inn í aðra útgáfu af Uppruna tegund- 237
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.