Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 17
ÞRJÁR KYNSLÓÐIR verið drýgð. Það er að vísu rétt að vissulega hefur henni aldrei verið gefinn kostur á að láta hug sinn í ljós með sérstökum allsherjaratkvæðagreiðslum, en hinsvegar hefur hún ætíð sætt sig við orðinn hlut. Meðan þjóðin heldur áfram að velja þessa menn til trúnaðarstarfa — þrátt fyrir allt og allt — geta þeir skotið sér á bak við óbeint samþykki hennar og það með réttu. Reynslan hefur og margsannað að þeir anza ekki neinu minnihlutamuldri. Eina málið sem þeir skilja er atkvœðatap. Séu þeir hræddir um að missa meirihlutann eru þeir vissir með að lofa öllu fögru. En bjargist hann halda þeir áfram að svíkja. Það er þessvegna þjóðin öll — öll lýðveldiskynslóðin — sem ábyrgðina ber, ekki einungis þeir sem styðja uppgjafarstefnuna eða láta hana afskiptalausa, heldur einnig við sem barizt höfum á móti henni frá upphafi vega. Við höfum einfaldlega ekki barizt nógu vel, ekki verið nógu vakandi og samtaka og verj- aðir gegn spillingunni. Sjálfur blygðast ég mín fyrir að hafa ekki verið maður til að koma í veg fyrir hið sorglega hlutskipti kynslóðar minnar. Fyrir bragð- ið verður hún nú að þola ákærur og fordæmingu. Fyrir bragðið verður nú að refsa henni með gaddasvipum og skorpíónum, unz hún fer að hugsa ráð sitt og bætir það. Hin nýja þj óðfrelsisbarátta sem Samtök hernámsandstæðinga vilja helga alla krafta sína verður aldrei borin fram til sigurs með því að gæla endalaust við „háttvirta kjósendur“, heldur með því einu að beina svo hreinum og sterkum spegli að ásýnd þjóðarinnar að hún sjái sjálfa sig í gegn — læri að þekkja og óttast slysni sína og mein. Hún verður að ganga undir rannsókn og uppskurð. Aðgerðin verður kannski ekki vænleg til vinsælda — en lofum henni að kveinka sér, látum hana sprikla, reiðast, hneykslast: batinn fæst ekki með öðru móti. Þekking er forsenda hverrar sigursællar baráttu. En vitum við í sannleika sagt ekki furðulítið um andlegt ásigkomulag þjóðarinnar í dag? Greinum við til nokkurrar hlítar þær sálrænu sveiflur sem gerbreytingar þjóðlífsins kunna að hafa valdið? Eru það ekki að miklu leyti ókunnar stærðir sem við er að fást? En því aðeins getur viðleitni okkar borið einhvern árangur að við lærum að skyggna og meta þessar stærðir. Bændur, sjómenn, verkamenn, iðnaðarmenn, verzlunarmenn, menntamenn — allt eru þetta orðnar annarskonar stéttir en hér gengu um garða fyrir ein- um aldarfjórðungi. Við vitum að vísu að allar þessar stéttir krefjast hækkaðra launa eins og þá. En við vitum líka að meirihluti þeirra sættir sig við þá sjálf- heldu að hver og ein hækkun sé jafnharðan að engu gerð með gengisfellingu eða öðrum gróðabrallsráðstöfunum. Og hvað hugsa svo allir þessir menn um 287
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.