Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 17
ÞRJÁR KYNSLÓÐIR
verið drýgð. Það er að vísu rétt að vissulega hefur henni aldrei verið gefinn
kostur á að láta hug sinn í ljós með sérstökum allsherjaratkvæðagreiðslum,
en hinsvegar hefur hún ætíð sætt sig við orðinn hlut. Meðan þjóðin heldur
áfram að velja þessa menn til trúnaðarstarfa — þrátt fyrir allt og allt — geta
þeir skotið sér á bak við óbeint samþykki hennar og það með réttu. Reynslan
hefur og margsannað að þeir anza ekki neinu minnihlutamuldri. Eina málið
sem þeir skilja er atkvœðatap. Séu þeir hræddir um að missa meirihlutann eru
þeir vissir með að lofa öllu fögru. En bjargist hann halda þeir áfram að svíkja.
Það er þessvegna þjóðin öll — öll lýðveldiskynslóðin — sem ábyrgðina ber,
ekki einungis þeir sem styðja uppgjafarstefnuna eða láta hana afskiptalausa,
heldur einnig við sem barizt höfum á móti henni frá upphafi vega. Við höfum
einfaldlega ekki barizt nógu vel, ekki verið nógu vakandi og samtaka og verj-
aðir gegn spillingunni. Sjálfur blygðast ég mín fyrir að hafa ekki verið maður
til að koma í veg fyrir hið sorglega hlutskipti kynslóðar minnar. Fyrir bragð-
ið verður hún nú að þola ákærur og fordæmingu. Fyrir bragðið verður nú að
refsa henni með gaddasvipum og skorpíónum, unz hún fer að hugsa ráð sitt
og bætir það.
Hin nýja þj óðfrelsisbarátta sem Samtök hernámsandstæðinga vilja helga
alla krafta sína verður aldrei borin fram til sigurs með því að gæla endalaust
við „háttvirta kjósendur“, heldur með því einu að beina svo hreinum og
sterkum spegli að ásýnd þjóðarinnar að hún sjái sjálfa sig í gegn — læri að
þekkja og óttast slysni sína og mein. Hún verður að ganga undir rannsókn og
uppskurð. Aðgerðin verður kannski ekki vænleg til vinsælda — en lofum
henni að kveinka sér, látum hana sprikla, reiðast, hneykslast: batinn fæst ekki
með öðru móti.
Þekking er forsenda hverrar sigursællar baráttu. En vitum við í sannleika
sagt ekki furðulítið um andlegt ásigkomulag þjóðarinnar í dag? Greinum við
til nokkurrar hlítar þær sálrænu sveiflur sem gerbreytingar þjóðlífsins kunna
að hafa valdið? Eru það ekki að miklu leyti ókunnar stærðir sem við er að
fást? En því aðeins getur viðleitni okkar borið einhvern árangur að við lærum
að skyggna og meta þessar stærðir.
Bændur, sjómenn, verkamenn, iðnaðarmenn, verzlunarmenn, menntamenn
— allt eru þetta orðnar annarskonar stéttir en hér gengu um garða fyrir ein-
um aldarfjórðungi. Við vitum að vísu að allar þessar stéttir krefjast hækkaðra
launa eins og þá. En við vitum líka að meirihluti þeirra sættir sig við þá sjálf-
heldu að hver og ein hækkun sé jafnharðan að engu gerð með gengisfellingu
eða öðrum gróðabrallsráðstöfunum. Og hvað hugsa svo allir þessir menn um
287