Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ViS5 hvað miðast árangurinn? Ég nefndi áðan, að nú eru tæp 25 ár liðin, síðan gróðursettur var fyrsti skógarteigur okkar af erlendum uppruna, sem væri svo stór, að hann næði 1 ha. Fyrir þann tíma áttum við aðeins einstök tré og litlar þyrpingar erlendra trjáa, sem gátu gefið bendingu um árangur. Ekkert af þessu voru skipulegar tilraunir. Þegar safnað var fræi upp úr aldamótunum til fyrstu trj áræktartil- rauna, var það ekki gert skipulega, enda var þá skammt á veg komið þekkingu manna á þeim vandamálum, sem fylgja flutningi trjátegunda milli landa. Fyrir því er ekki hægt að draga nema takmarkaðar ályktanir um möguleika skógræktar af hinum litlu og dreifðu trjáþyrpingum, sem til voru fyrir 1937. Akveðnar mjög þýðingarmiklar visbendingar hafa þær samt gefið, eins og síðar mun sýnt, og svo auðvitað þann almenna sannleika, að úr því hægt er að rækta eitt tré í einhverja ákveðna stærð, þá er eins hægt að rækta milljón tré við þau sömu skilyrði. — En fyrst þegar upp vaxa skógarteigar, sem eru frá 1 ha og þaðan af stærri að flatarmáli, verður til fulls hægt að dæma um árangurinn. Eftir hverju dæmum við hann? Við dæmum hann eftir vexti trjánna og berum saman við þau lönd eða landshluta, þar sem veðurfar er sem líkast okk- ar veðurfari. í skógrækt er spurt um rúmtak viðar, er vex árlega á flatar- einingu, þegar dæma skal vöxtinn. Hér á íslandi notum við teningsmetra á hektara á ári sem mælieiningu, eins og gert er á meginlandi Evrópu. f dómum um skógræktarstarfið er hin bíólógíska hlið málsins aðalatriði. Það er aðalatriði, hvort tré vaxa hér sambærilega við það, sem gerist í heim- kynnum þeirra, þaðan sem fræið er sótt. Innflutningur trjátegunda Barrskógabelti norðurhvels jarðar er aðalhráefnalind trjáframleiðslu heims- ins. Rök eru fyrir því, að ísland tilheyri barrskógabeltinu veðurfarslega, en landfræðileg einangrun hefur komið í veg fyrir, að barrtré flyttust hingað af sjálfsdáðum. Þess vegna eru það einkum ýmsar tegundir barrtrjáa, sem til- raunir eru gerðar með hér. Það er búið að fá hingað sýnishorn af rúmlega 70 tegundum trjáa frá um 550 stöðum á hnettinum. Af flestum aðeins lítið magn, en sumum, sem telja verður vænlegar til árangurs eða öruggar, mikið magn. Af öllum þessum fjölda tegunda eru milli 10 og 20, sem vissa er fyrir nú, að geti þrifizt hér vel, en ýmsar fyrir svo skömmu fengnar til landsins, að reynsla er ekki fyrir hendi. 310
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.