Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Qupperneq 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ViS5 hvað miðast árangurinn?
Ég nefndi áðan, að nú eru tæp 25 ár liðin, síðan gróðursettur var fyrsti
skógarteigur okkar af erlendum uppruna, sem væri svo stór, að hann næði 1
ha. Fyrir þann tíma áttum við aðeins einstök tré og litlar þyrpingar erlendra
trjáa, sem gátu gefið bendingu um árangur. Ekkert af þessu voru skipulegar
tilraunir. Þegar safnað var fræi upp úr aldamótunum til fyrstu trj áræktartil-
rauna, var það ekki gert skipulega, enda var þá skammt á veg komið þekkingu
manna á þeim vandamálum, sem fylgja flutningi trjátegunda milli landa.
Fyrir því er ekki hægt að draga nema takmarkaðar ályktanir um möguleika
skógræktar af hinum litlu og dreifðu trjáþyrpingum, sem til voru fyrir 1937.
Akveðnar mjög þýðingarmiklar visbendingar hafa þær samt gefið, eins og
síðar mun sýnt, og svo auðvitað þann almenna sannleika, að úr því hægt er
að rækta eitt tré í einhverja ákveðna stærð, þá er eins hægt að rækta milljón
tré við þau sömu skilyrði. — En fyrst þegar upp vaxa skógarteigar, sem eru
frá 1 ha og þaðan af stærri að flatarmáli, verður til fulls hægt að dæma um
árangurinn.
Eftir hverju dæmum við hann? Við dæmum hann eftir vexti trjánna og
berum saman við þau lönd eða landshluta, þar sem veðurfar er sem líkast okk-
ar veðurfari. í skógrækt er spurt um rúmtak viðar, er vex árlega á flatar-
einingu, þegar dæma skal vöxtinn. Hér á íslandi notum við teningsmetra á
hektara á ári sem mælieiningu, eins og gert er á meginlandi Evrópu.
f dómum um skógræktarstarfið er hin bíólógíska hlið málsins aðalatriði.
Það er aðalatriði, hvort tré vaxa hér sambærilega við það, sem gerist í heim-
kynnum þeirra, þaðan sem fræið er sótt.
Innflutningur trjátegunda
Barrskógabelti norðurhvels jarðar er aðalhráefnalind trjáframleiðslu heims-
ins. Rök eru fyrir því, að ísland tilheyri barrskógabeltinu veðurfarslega, en
landfræðileg einangrun hefur komið í veg fyrir, að barrtré flyttust hingað af
sjálfsdáðum. Þess vegna eru það einkum ýmsar tegundir barrtrjáa, sem til-
raunir eru gerðar með hér. Það er búið að fá hingað sýnishorn af rúmlega
70 tegundum trjáa frá um 550 stöðum á hnettinum. Af flestum aðeins lítið
magn, en sumum, sem telja verður vænlegar til árangurs eða öruggar, mikið
magn. Af öllum þessum fjölda tegunda eru milli 10 og 20, sem vissa er fyrir
nú, að geti þrifizt hér vel, en ýmsar fyrir svo skömmu fengnar til landsins, að
reynsla er ekki fyrir hendi.
310