Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
því sem hjólunum fjölgar og hraðinn eykst, verður bóndinn að snúast hraðar
sjálfur við hin margvíslegu störf, sem ekki verða með vélum unnin. Hann
verður í rauninni aðeins eitt hjólið í sinni búskaparmaskínu og verður nauð-
ugur viljugur að snúast því hraðar sem maskínan verður stærri og hjólum
hennar fjölgar.
Fagurkerar borgarinnar, sem aka út um sveitina í leit að sjálfum sér, heyr-
ast stundum kvarta yfir því í útvarpi og blöðum, að umgengni í sveitinni sé
víða ábótavant. Þeir sjá t. d. hjól, sem hætt eru að snúast liggja úti á víða-
vangi og ýmiskonar hluti liggja í grennd við bæi og peningshús, sem þar eiga
ekki að vera. Og margt fleira sjá þeir, sem þeir vilja ekki sjá og særir fegurð-
arskyn þeirra. Þetta er hverju orði sannara og ekki til að afsaka. En hraðinn
og annríkið er svo mikið að menn gleyma því oftar en skyldi, að hver hlutur
á að vera á sínum stað.
Þegar verkamaður borgarinnar eignast nokkrar krónur umfram það sem
þarf fyrir daglegu brauði, kaupir hann sér gjarna þokkaleg húsgögn í stofuna
sína og hjónaherbergið. Og hann tekur jafnvel lán, til þess að eignast þessa
hluti. Bóndinn lætur þetta hinsvegar sitja á hakanum, verði eitthvað afgangs
daglegum þörfum og rekstri, og hverjum eyri sem hann getur kríað út að láni,
ver hann til þess að kaupa fleiri og hraðgengari hjól, til að stækka penings-
húsin, auka ræktunina, kaupa meiri áburð. Hann gefur jörðinni sinni allt sem
hann á og kann að eignast og sjálfan sig í ofanálag.
Oft heyrir maður um það rætt, að dýrlegustu stundirnar í lífi borgarbúans
séu, þegar hann keinst út á grænt gras og leggst þar í sólbað. Það er endurnær-
ing fyrir líkama hans og sál og er víst eitt af því fáa, sem hagfræðingar nú-
tímans hafa ekki komizt upp á lag með að reikna til peninga.
Sá bóndi, sem tæki upp á því að baða sig í sól um hábjargræðistímann,
myndi vera talinn vitskertur og yrði sennilega sendur á Klepp.
En sólin hefur fyrst og fremst hagnýta þýðingu fyrir bóndann og þótt hann
hafi enga sérþekkingu í hagfræðilegum vísindum, ætti það að reynast honum
leikur einn að reikna sólina til peninga. Það væri því hrein misnotkun á þess-
ari dýrmætu guðs gjöf, einu af því fáa af rekstrarvörum búsins, sem ekki
þarf að kaupa, að sóa henni og dýrmætum tíma með því að láta hana skína
á skrokkinn á sér.
Það er enn fallegt á Hvítárvöllum, þegar vel veiðist.
Hér áður fyrr, meðan lífið í sveitinni gekk sinn rólega seinagang, og allir
höfðu tíma til alls, enda þótt mikið væri þrælað, þá var það viss passi að ef
322