Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 67
VAR Á ÞVÍ ÞINGI SVARÐUR SKATTUR hafði sagt sig frá vandanum, og margfaldlega átti hann siðferðilegan rétt til að losna fyrir aldurs sakir. En þjökuð þjóð biður hann að vera við stjórnvöl- inn síðasta spölinn, þegar annarleg öfl stýra beint til brots, og hann getur ekki neitað þjóð sinni um þessa síðustu bón. Enn skerpa annálar drætti myndarinn- ar. Einn gefur greinilega lýsingu á mikilli veizlu, sem kóngsins erindreki heldur öllum viðstöddum og stóð fram á nótt „með trómetum, fíólum og bumbum“, og „rachetter og fyrværk gekk þar þá nótt, svo undrum gegndi“. Og annar annáll gefur þessum djöfulgangi sigurvegaranna aukinn svip með þeirri látlausu umsögn, að þar hafi verið „allvel drukkið og ærin skothríð, svo hestar héldust varla“. Hérna sjáum við ljóslifandi, hvar hrossastóðið æðir um holtin í tryllingi af völdum danskra fallbyssusprenginga undir heiðum himni j úlílágnættisins, og spegilsléttur Skerjafjörður bíður sólroða nýs dags. Hver dráttur myndarinnar er dreginn af hjartanlegri alúð. Frásagnir af alþingi 1262 eru engu minni og enn greinilegri. Þeirra hluta vegna hefðu þeir atburðir getað greypzt í vitund þjóðarsögunnar eins skýrt og hinir. Við eigum samfellda frásögn af atburðunum 1262 ritaða af þeim höfðingja íslands, sem einna mest var við atburðina riðinn, og hann skrifaði hana, áður en full þrjú ár voru um liðin. Þá frásögn skulum við nú taka til at- hugunar. II. Frásögnin er rituð af Sturlu Þórðarsyni, merkasta sagnritara aldarinnar á vettvangi innlendra tíðinda. Og frásögnin stendur skrifuð í Hákonar sögu Hákonarsonar, 271. kapitula, á blaðsíðum 575 og 576 í 3. bindi Flateyjar- bókar Flateyjarútgáfunnar 1945. Hún hljóðar svo, og lesum nú hægt og vand- lega: „Hallvarður flutti konungsmál við Vestfirðinga, og hétu þeir að koma til Þórsnessþings um vorið og sverja þar konungi land og þegna. En er jarl varð þess víss, stefndi hann bændum til Hegranessþings og lét þar nokkura menn sverja konungi land. En Hrafn Oddsson kom eigi til Þórsnessþings, og því kom Hallvarður ekki. Var þá skotið til alþingis. Drógu allir hinir stærstu menn í Fjörðum vestur stórflokka, er að leið þingstefnunni. Þeir sendu menn á fund sona Steinvarar og Andréssona, að þeir skyldu ríða til þings með öllum afla sínum fyrir austan Þjórsá. Þorvarður Þórarinsson hafði heitið að koma með Austfirðinga. Gissur jarl kom til alþingis með miklu liði. Jarl flutti þá kon- ungsmál bæði við Norðlendinga og Sunnlendinga og bað þá til með góðum orðum, en kallaði fjörráð við sig, ef þeir mæltu í mót. Eftir það var skipuð TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 337 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.