Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lögrétta, og sóru flestir hinir beztu bændur úr Norðlendinga fjórðungi og
Sunnlendinga fjórðungi fyrir utan Þjórsá Hákoni konungi land og þegna og
ævinlegan skatt. Síðan reið jarl af þingi og suður í Laugardal og hélt þar
saman flokkinum um hríð. Sigvarður biskup og Hallvarður riðu á Þverár-
þing. Gengu þá Vestfirðingar undir hlýðni. Sóru fyrst Hrafn Oddsson, Sturla
Þórðarson, Sighvatur Böðvarsson, Einar Þorvaldsson, Vigfús Gunnsteinsson
og þrír bændur með hverjum þeirra. Þrír bændur sóru fyrir Borgfirðinga. Þá
höfðu allir íslendingar gengið undir skatt við Hákon konung utan Austfirð-
ingar frá Helkunduheiði og til Þjórsár í Sunnlendinga fjórðungi.“
Svo mörg eru þau orð. Og hér er vissulega margt sagt í ekki fleiri orðum.
Ef við höfum aldrei lesið þetta áður eða ekki brotið heilann um innihald þess,
þá getur svo farið, að á köflum verði frásögnin nokkuð þokukennd fyrir okk-
ur. Nokkur atriði eru þó fullkomlega ljós við fyrsta lestur: Allir íslenzkir
höfðingjar og stærstu bændur með þeim á svæðinu frá Þjórsá að austan, vest-
ur, norður og austur um land alla leið til Langaness sverja Hákoni Noregs-
konungi land og þegna, Norðlendingar og Sunnlendingar utan Þjórsár sóru
þá eiða á alþingi á Þingvelli, en Vestfirðingar frá Hrútafirði vestur og suður
um í Hvalfjörð næsta dag eða næstu daga á Þverárþingi í Borgarfirði.
En meira viljum við fá út úr frásögninni, þvi að hér er fleira sagt, sem kem-
ur málinu við. Það vekur athygli okkar, hve einkennilegt það er, að Vestfirð-
ingar skuli ekki ríða alla leið á Þingvöll, heldur nema staðar í Borgarfirði og
bíða þar konungserindreka til að standa fyrir eiðum þeirra. Sturla getur ekki
ástæðunnar beinum orðum. Við leitumst við að finna hana á óbeinan hátt út
úr frásögninni sjálfri og tengslum hennar við önnur atriði sögunnar.
Við nemum þá fyrst staðar við þann þátt frásagnarinnar, að þeir Vestfirð-
ingar senda menn á fund þeirra sona Hálfdanar og Steinvarar á Keldum og
sona Andrésar Sæmundssonar frá Odda og biðja þá að koma til þings „með
öllum afla sínum fyrir austan Þjórsá“, og í sömu andránni er getið um loforð
Þorvarðar Þórarinssonar, sem giftur er systur þeirra Steinvararsona, að koma
með Austfirðinga. Það stendur þó nokkuð til. Það fer ekki milli mála, að hér
er um að ræða tilraun til samblásturs með Vestfirðingum og höfðingjum land-
svæðisins frá Þjórsá til Helkunduheiðar. En gegn hverjum á sá samblástur að
beinast, og hvert er markmið hans? Lfm það er ekkert sagt beinum orðum, og
við verðum að geta í þá eyðu út frá líkum.
En þótt ekkert sé sagt beinum orðum um markmið þessa samblásturs, þá
fer það ekki milli mála, að það muni varða afstöðuna til erindreksturs Hall-
varðs gullskós, sem var mál mála á næsta þingi. Og við hverja reyna Vestfirð-
338