Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 75
VAR Á ÞVÍ ÞINGI SVARÐUR SKATTUR spjalda og annarra dulardóma. Þá hefur hann ekki verið neitt þesslegur, að hann hafi eitt sinn verið með samblástur og uppsteit gegn vilja hans sjálfs herra konungsins. Hversu sjálfsagt hlaut það ekki að vera frá sjónarmiði Þórðar að reyna að þvo sem rækilegast af honum þær sagnir, sem loddu í minni manna eða höfðu komizt á skinn og til þess bentu, að hann hefði gert sig sekan um fjandskap gegn konungsvaldinu, sem allir höfðingjar kjöru sér sem hliðhollast og í hvers þjónustu Sturla sjálfur hafði verið síðustu ár ævi sinnar, virðingarmestur allra íslenzkra höfðingja. Ég hef á öðrum stað fært rök fyrir því, að það er nokkuð tortryggilegt, hve andstöðu Sturlu við konungsvaldið er lítið getið í Sturlungu nema í Þorgils sögu skarða, þar sem hún kemur mjög ljóst fram, en sú saga er ekki með í Sturlungusafninu upphaflega, heldur tekin inn síðar. Af þeim sökum tel ég ástæðu til að ætla, að frásögnum annarra rita hafi verið hagrætt á þann veg, að sú andstaða kæmi ekki fram í dagsljósið. Og megi það teljast sannað, að Þórður Narfason, mágur Sturlu og vinur, hafi gert hina upphaflegu Sturl- ungusamsteypu, þá gæti manni dottið það í hug, að frásögnin í íslendinga sögu um eiðana 1262 kynni að vera frá honum runnin, hvort heldur hún hafi þá verið samin til að fylla í eiðu eða til lagfæringar á annarri, þar sem skjöld- ur Sturlu Þórðarsonar og einhverra fleiri höfðingja landsins hefur ekki verið svo hreinn sem skyldi af andstöðu við sjálfan konunginn. Ef til vill hefur ekki átt að segja neitt ósatt, heldur um það eitt hirt að láta ákveðna hluti liggja í þagnargildi. Það er háttur tiginna manna um hagræðingu sannleikans. „Var á því þingi svarður skattur Hákoni konungi um allan Norðlendingafjórðung og Sunnlendingafjórðung fyrir vestan Þjórsá. Skattur var þá og svarinn um allan Vestfirðingafjórðung.“ Þetta má svo sem til sanns vegar færa, svo langt sem það nær. Víst sóru Vestfirðingar „þá“, þótt ekki særu þeir „á því þingi“. Það er ekki verið að segja ósatt. Það er bara þagað um sannleika, svo að menn fái ekki rétta hugmynd um atburðina. Svo nokkru síðar er Sturlunga handfjölluð af ritara, sem veit meira um atburðina 1262 en þar er skráð, og honum finnst sjálfsagt, að það komi fram. Hann hefur í höndum Hákonar sögu, og ef til vill hefur hann komizt að raun um, að atburðir þeir, sem hún segir frá, lifa enn í vitund manna. Hann tekur að sér að betrumbæta frásögn íslendinga sögu og fléttar frásögn Hákonar sögu inn í hana. Hann tekur upp frásögn Sturlu um sambandið við austan- menn og bið þeirra Vestfirðinga í Borgarfirði. En hann sér, að hér þarf skýr- ingar, og smíðar hana samstundis: Þar vilja þeir vera sem reitt sverð yfir höfði Gissurar, ef hann skyldi ætla að svíkjast um að koma fram konungs- 345
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.